79 af stöðinni
Kvikmynd eftir Erik Balling
(Endurbeint frá 79 af stöðinni (kvikmynd))
79 af stöðinni er kvikmynd frá 1962 og er byggð á sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Í myndinni er flutt lag Sigfúsar Halldórssonar, Vegir liggja til allra átta, sungið af Ellý Vilhjálms. Lagið hefur notið vinsælda alla tíð síðan myndin kom út.
79 af stöðinni | |
---|---|
Leikstjóri | Erik Balling |
Handritshöfundur | Guðlaugur Rósinkranz Indriði G. Þorsteinsson |
Framleiðandi | Edda film Carl Rald |
Leikarar | |
Frumsýning | 12. október, 1962 |
Lengd | 81 mín. |
Tungumál | íslenska |
Myndin fjallar meðal annars um Keflavíkurflugvöllinn, og vegna þess hvernig bandaríski herinn er sýndur í myndinni voru tveir bandarískir hermenn, Lawrence W. Schneph og John D. Tacy,[1] sem léku í myndinni, yfirheyrðir. Frank J. Becker, þingmaður í New York sendi formlega kvörtun til varnamálaráðherra Bandaríkjana vegna þáttöku hermannanna í kvikmyndinni.[2][3]
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni 79 af stöðinni.
Heimildir
breyta- ↑ „Vegir liggja til allra átta - fornleifur.blog.is“. fornleifur.blog.is. Sótt 21. ágúst 2024.
- ↑ Þeir léku í kvikmyndinni.
- ↑ 79 af stöðinni vekur umtal
Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.