Birkikemba

Birkikemba (fræðiheiti: Eriocrania unimaculella) er smávaxið mölfiðrildi. Hún er aðeins 6 mm á lengd og með 10 mm vænghaf. Útbreiðslusvæði hennar er í Mið- og Norður-Evrópu en til Íslands er talið að hún hafi borist í kring um 2005 en þá varð hennar fyrst vart í Hveragerði. Síðan þá breiddist hún hratt út og 2012 var hana að finna auk Ölfussins víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu.

Birkikemba
Eriocrania unimaculella.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Kembufiðrildaætt (Eriocraniidae)
Ættkvísl: Eriocrania
Tegund:
E. unimaculella

Tvínefni
Eriocrania unimaculella
(Zetterstedt, 1839)
Samheiti
  • Adela unimaculella Zetterstedt, 1839
  • Heringocrania unimaculella
  • Micropterix unimaculella

LifnaðarhættirBreyta

 
Skemdir á birkilaufi í Fossvoginum 2012, eftir birkikembu.

Kjörlendi Birkikembunar er trjárækt og húsagarðar með birki (Betula pubescens). Á vorin í fyrrihluta apríl skríður hún úr púpunni en sem púpa liggur hún í dvala yfir veturinn. Hún er aðeins á flögri fram í maí og hverfur um miðjan mánuðinn. Hún verpir eggjum í brum birkisins sem klekjast út við laufgun þess. Lirfan lifir innan í laufblaðinu sem sölnar smám saman við át hennar uns það stendur aðeins eftir brúnn og uppblásinn belgur. Úr þessum uppblásna belg skríður lirfan fullvaxin og fellur niður í jörðina til að púpa sig.[1] Hún er á ferðinni fyrri hluta sumars, en birkiþéla er á ferðinni seinni part sumars. Ummerkin eru svipuð en um alls óskyldar tegundir að ræða.

SníkjudýrBreyta

Eftirfarandi tegundir hafa verið fundnar sem sníkjudýr í birkikembu:[2]

HeimildirBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Skógræktin. „Birkikemba“. Skógræktin . Sótt 11. september 2020.
  2. Leaf-mining Insects and their Parasitoids in relation to Plant Succession PDF eftir Hugh Charles Jonathan Godfray