Birkikemba

Birkikemba (fræðiheiti: Eriocrania unimaculella) er smávaxið mölfiðrildi. Hún er aðeins 6 mm á lengd og með 10 mm vænghaf. Útbreiðslusvæði hennar er í Mið- og Norður-Evrópu en til Íslands er talið að hún hafi borist í kring um 2005 en þá varð hennar fyrst vart í Hveragerði. Síðan þá breiddist hún hratt út og 2012 var hana að finna auk Ölfussins víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu.

Birkikemba
Eriocrania unimaculella.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Eriocraniidae
Ættkvísl: Eriocrania
Tegund:
E. unimaculella

Tvínefni
Eriocrania unimaculella
(Zetterstedt, 1839)
Samheiti
  • Adela unimaculella Zetterstedt, 1839
  • Heringocrania unimaculella
  • Micropterix unimaculella

LifnaðarhættirBreyta

 
Skemdir á birkilaufi í Fossvoginum 2012, eftir birkikembu.

Kjörlendi Birkikembunar er trjárækt og húsagarðar með birki (Betula pubescens). Á vorinn í fyrrihluta apríl skríður hún úr púpunni en sem púpa liggur hún í dvala yfir veturinn. Hún er aðeins á flögri fram í maí og hverfur um miðjan mánuðinn. Hún verpir eggjum í brum birkisins sem klekjast út við laufgun þess. Lirfan lifir innan í laufblaðinu sem sölnar smám saman við át hennar uns það stendur aðeins eftir brúnt og uppblásið. Úr þessum uppblásna belg skríður lirfan fullvaxin og fer niður í jörðina til að púpa sig.

HeimildirBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.