Fjalldrapi
Fjalldrapi (fjallhrapi eða drapi) (Fræðiheiti: Betula nana) er lágvaxinn runni (1-1,2 metrar)) af birkiætt. Fjalldrapi vex í móum og votlendi. Áður fyrr var fjalldrapinn oftast notaður sem tróð undir torfið í þökum torfbæja, því börkur hans varðist mjög vel fúa og hlífði svo viðunum.
Fjalldrapi | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Öruggt
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula nana L. |
Samband við aðrar tegundir Breyta
Erfðablöndun við ilmbjörk Breyta
Fjalldrapi getur erfðablandast við ilmbjörk og myndað þrílitna afkvæmi sem nefnist skógarviðarbróðir.
Samlífistegundir Breyta
Fjalldrapi lifir samlífi við margar tegundir sveppa í gegnum svepprótarsamband. Algengir fylgisveppir fjalldrapa á Íslandi eru birkiskjalda[1], rauðhetta[heimild vantar] og berserkjasveppur[1].
Dauður fjalldrapi getur verið fæða rotvera. Dæmi um rotverur sem lifa á dauðum viði fjalldrapa eru birkiskufsa (Diaporthella aristata)[1], bládoppa (Tapesia fusca)[2] Melanomma pulvis-pyrius,[2] Neotapesia graddonii,[2], gullhnoðri (Lachnum bicolor)[2] og vankynssveppurinn Trimmatostroma betulinum.[2] Birkifrekna (Atopospora betulina)[1] og Plagiostoma campylostyla[2] vex á dauðum laufblöðum fjalldrapa. Taeniolina scripta vex á berki fjalldrapa.[2]
Ásætur Breyta
Fjalldrapi er hýsill fyrir fléttur. Kvistagrös vaxa á berki fjalldrapa um allt land, sérstaklega á mjóum greinum.[3]
Sjúkdómar Breyta
Fjalldrapi er þekktur hýsill fyrir sjúkdómsvaldandi sveppi. Meðal þeirra sem fundist hafa á Íslandi eru Anisogramma virgultorum, birkiryðsveppur (Melampsoridium betulinum), Mycosphaerella harthensis og nornasveppirnir hrísvendill (Taphrina nana),[2] blásturvendill (Taphrina carnea)[2] og Taphrina bacteriosperma.[2]
Dýr og fjalldrapi Breyta
Fjalldrapi er eina þekkta hýsiltréð á Íslandi fyrir hrískönguló (Dictyna arundinacea) sem kýs að spinna vef sinn á plöntunni. Hrískönguló finnst umhverfis Mývatn.[4]
Tilvísanir Breyta
- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 2,9 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 2020-10-17 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
- ↑ Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
- ↑ Ingi Agnarsson (1996). Íslenskar köngulær. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 31. Reykjavík, Náttúrufræðistofnun Íslands.