Pétur Östlund

sænsk-íslenskur trommuleikari

Pétur „Ísland“ Östlund, fæddur 3. desember 1943 í New York, er sænsk-íslenskur trommuleikari.

Pétur er sonur bandarísks föður af sænskum ættum og íslensku óperusöngkonunnar Maríu Markan, sem starfaði hjá Metropolitan í New York.[1] Hann kom til Svíþjóðar 1969.

Pétur Östlund hefur leikið með: Red Mitchell, Putte Wickman, Eje Thelin, Gugge Hedrenius, Steve Dobrogosz, Gunnar Svensson, Svante Thuresson, Toots Thielemans, Thad Jones, Hasse å Tage, Ralph Lundsten og fleirum. Hann var aðalkennari í trommuleik við tónlistarskólann í Stokkhólmi á árunum 1973 til 1992, Örebro 2005 - 2019 og er höfundur kennslubóka í trommuleik.[1] Östlund á þrjá syni, Ari Haraldsson, Jon Haraldsson og Sebastian Notini og hefur verið kvæntur Anja Notini.

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Pétur "Island" Östlund“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2012. Sótt 26. nóvember 2019.