Pétur Östlund
sænsk-íslenskur trommuleikari
Pétur „Ísland“ Östlund, fæddur 3. desember 1943 í New York, er sænsk-íslenskur trommuleikari.
Pétur er sonur bandarísks föður af sænskum ættum og íslensku óperusöngkonunnar Maríu Markan, sem starfaði hjá Metropolitan í New York.[1] Hann kom til Svíþjóðar 1969.
Pétur Östlund hefur leikið með: Red Mitchell, Putte Wickman, Eje Thelin, Gugge Hedrenius, Steve Dobrogosz, Gunnar Svensson, Svante Thuresson, Toots Thielemans, Thad Jones, Hasse å Tage, Ralph Lundsten og fleirum. Hann var aðalkennari í trommuleik við tónlistarskólann í Stokkhólmi á árunum 1973 til 1992, Örebro 2005 - 2019 og er höfundur kennslubóka í trommuleik.[1] Östlund á þrjá syni, Ari Haraldsson, Jon Haraldsson og Sebastian Notini og hefur verið kvæntur Anja Notini.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Pétur "Island" Östlund“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2012. Sótt 26. nóvember 2019.