Hainaut

(Endurbeint frá Hinnot)

Hainaut (hollenska: Henegouwen, vallónska: Hinnot) er hérað í Belgíu. Það er í Vallóníu og er vestasta frönskumælandi hérað landsins. Höfuðborgin heitir Mons.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Mons
Flatarmál: 3.786 km²
Mannfjöldi: 1.300.097 (1. janúar 2008)
Þéttleiki byggðar: 343/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Lega og lýsing

breyta

Hainaut liggur nokkuð vestarlega í Belgíu og á löng landamæri að Frakklandi í suðri. Fimm önnur belgísk héruð liggja að Hainaut: Vestur-Flæmingjaland, Austur-Flæmingjaland, Flæmska Brabant, Vallónska Brabant og Namur. Hainaut á eitt útsvæði aðeins fyrir vestan móðurlandið en það er svæðið Comines-Warneton sem er landlukt á milli Frakklands og Vestur-Flæmingjalands. Hainaut er 3.786 km2 að stærð og er sem slíkt þriðja stærsta hérað Belgíu. Það er allt saman láglent og þar er stundaður mikill landbúnaður. Íbúar eru frönskumælandi.

Söguágrip

breyta

Hainaut varð til árið 1795 er Frakkar hertóku Niðurlönd. Héraðið var þá innlimað í Frakkland og Frakkar bjuggu til sérstaka sýslu úr því og nærliggjandi svæði sem þeir kölluðu Jemmape. Þegar Frakkar hurfu úr landi eftir fall Napóleons 1814 varð Hainaut sérstakt hérað í konungsríki Niðurlanda. Þegar Belgía varð sjálfstætt ríki 1839 varð Hainaut að héraði í nýja landinu og hlaut þá núverandi landamerki. Heitið Hainaut er dregið af ánni Haine (Hene á hollensku).

Borgir

breyta

Hainaut er skipt niður í sjö sýslur og 49 sveitarfélög. Stærstu borgir í Hainaut:

Röð Bær Íbúar Ath.
1 Charleroi 203 þúsund
2 Mons 92 þúsund Höfuðborg héraðsins
3 La Louvière 78 þúsund
4 Tournai 69 þúsund
5 Mouscron 55 þúsund
6 Châtelet 36 þúsund
7 Binche 33 þúsund
8 Courcelles 30 þúsund
9 Ath 28 þúsund

Heimildir

breyta