Austur-Flæmingjaland

Austur-Flæmingjaland (hollenska: Oost-Vlaanderen) er hérað í Belgíu, það næstfjölmennasta í landinu á eftir Antwerpen. Íbúar eru 1,4 milljónir talsins og eru hollenskumælandi. Höfuðborgin er Gent.

Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Gent
Flatarmál: 2.982 km²
Mannfjöldi: 1.408.484 (1. janúar 2008)
Þéttleiki byggðar: 472/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Lega og lýsing

breyta

Austur-Flæmingjaland er tæplega 3000 km2 að stærð og liggur norðvestarlega í Belgíu. Norðurmörkin liggja að Hollandi (Sjáland), sunnan við fjörðinn Oosterschelde. Auk þess liggur Austur-Flæmingjaland að fjórum öðrum héruðum í Belgíu: Vestur-Flæmingjaland fyrir vestan, Hainaut fyrir sunnan, Flæmska Brabant fyrir austan og Antwerpen fyrir norðaustan. Austur-Flæmingjaland er mjög láglent. Þar er stundaður mikill landbúnaður. Árnar Schelde, Leie, Dender og Molenbeek renna í gegnum héraðið og mynda mikilvægar siglingaleiðir.

Orðsifjar

breyta

Flæmingjaland (einnig Flandur) heitir eftir germönskum þjóðflokki sem kallaðist Vlamingen á hollensku, eða flæmingjar. Flæmingjaland í heild er allur hollenskumælandi hluti Belgíu en Austur- og Vestur-Flæmingjaland eru tvö vestustu hollenskumælandi héruðin í landinu.

Söguágrip

breyta
 
Schelde er mikilvæg samgönguæð í Austur-Flæmingjalandi

Í gegnum aldirnar var héraðið hluti af greifadæminu Flandri (Graafschap Vlaanderen). Þegar Frakkar hertóku Niðurlönd 1794 leystu þeir greifadæmið upp og mynduðu sýslurnar Schelde (úr austurhlutanum) og Leie (úr vesturhlutanum). Þær voru aftur leystar upp þegar Frakkar hurfu úr landi 1814. Greifadæmið var hins vegar ekki myndað á ný, heldur voru flæmsku hlutarnir áfram aðskildir. Þegar Niðurlönd urðu konungsríki ári síðar náði austurhluti Flæmingjalands alla leið til fjarðarins Oosterschelde. En þegar Belgía klauf sig frá 1830, klofnaði héraðið. Suðurhlutinn varð að núverandi Austur-Flæmingjalandi en norðurhlutinn að hollenska héraðinu Sjálandi. Á miðri 19. öld var Austur-Flæmingjaland fjölmennasta hérað Belgíu en Antwerpen er þó fjölmennari í dag.

Borgir

breyta

Austur-Flæmingjalandi er skipt upp í sjö sýslur (hollenska: Arrondissementen) og í þeim eru 65 borgir og sveitarfélög. Stærstu borgir héraðsins:

Röð Bær Íbúar Ath.
1 Gent 247 þúsund Höfuðborg héraðsins og næststærsta borg Belgíu
2 Aalst 81 þúsund
3 Sint-Niklaas 72 þúsund
4 Dendermonde 44 þúsund
5 Lokeren 39 þúsund

Heimildir

breyta