Heklugos árið 1766

Heklgosið árið 1766 var kísílríkt blandgos. Engar heimildir eru til um gjóskufall utan Íslands. Gosið var það lengsta í Heklu á sögulegum tíma og var upphafsfasi gossins mjög sprengivirkur (plínískur), með mikill gjóskuframleiðslu fyrstu 5-6 klukkustundirnar. Gjóskan barst að mestu leyti í norður. Þrátt fyrir tjón af völdum gjóskufalls, varð það ekki eins mikið og í Heklugosinu árið 1693, þar sem að gjóskugeirinn lá austan við byggð svæði á sunnanverðu Íslandi. Mikil hraunframleiðsla var í gosinu (1,3 km3) og sú mesta í Heklu á sögulegum tíma. Aðeins í gosinu í Lakagígum árið 1783 var meiri hraunframleiðsla. Gosið stóð yfir, en fór dvínandi, frá lok ágúst 1767 og fram í mars 1768.

Eldgos í Heklu

110411581206122213001341138915101597163616931766184519471970198019912000

Heimild breyta