Heklugos árið 1300

Heklugos árið 1300 var kísilríkt blandgos. Engar heimildir eru til um gjóskufall utan Íslands. Gosið var það næststærsta á sögulegum tíma og var upphafsfasinn mjög sprengivirkur (plínískur). Gjóska barst til norðurs og olli miklum skemmdum ásamt harðindum um veturinn sem kom í kjölfarið. Gosið stóð yfir í um 12 mánuði.

Gosið hafði áhrif á fólk og búsetu. Í Fjölni árið 1839 er áhrifum svo lýst:

„Um heklugosið 1300 kveður þar svo að orði, eptir Flateyarannál og annálabók Skúla fógeta: Að eldsuppkoman hafi verið með svo miklu afli, að fjallið hafi rifnað, svo sjást muni á meðan Ísland byggist. Í þeim eldi ljéku laus stór björg sem kol fyrir afli, svo af samkomu þeírra urðu brestir svo stórir, að  heyrði norður um land og víða annar staðar. Þaðan sló vikri svo miklum á bæinn í Næfurholti, að brann þak af  húsum; vindur var af landsuðri, sá er bar norður yfir  land sand svo þykkan, að milli Vatnsskarðs og Axarfjarðarheíðar var myrkur so mikið, að enginn maður  vissi hvurt var nótt eður dagur úti, meðan niður rigndi sandinum á jörðina og huldi hana alla. Í Borgar- og  Breiðafjarðardölum varð hann víða kvartils þykkur. Annað dag eptir fauk svo sandurinn, að trautt mátti finna leíð sína á sumum stöðum. Þá 2 daga þorðu menn ekki á  sjó að róa vegna myrkurs fyrir norðan land; þetta gjörðist III. idus Julii (13. júlí).“ [1]
Eldgos í Heklu

110411581206122213001341138915101597163616931766184519471970198019912000

Heimild breyta

Tilvísanir breyta

  1. Um fólksfjölgunina á Ísland,Fjölnir - Íslendski flokkurinn (01.01.1839), bls. 13