Mauna Loa er eldfjall, nánar tiltekið dyngja, á Hawaii í Bandaríkjunum. Það er eitt þeirra fimm eldfjalla sem mynda eyjuna Hawaii. Fjallið rís 9.170 m frá hafsbotni en er 4.129 metra yfir sjávarmáli.

Kort.
Gervihnattamynd.

Mauna Loa hefur líklega gosið síðustu 700.000 ár og kom upp úr hafi fyrir 400.000 árum. Gos árin 1926 og 1950 eyðilögðu þorp á eyjunni. Bandaríkjaher reyndi að stöðva eða beina hraunrennsli í gosum 1935 og 1942 með því að varpa sprengjum. Gos var 1984. Árið 2022 hófst svo gos í fjallinu.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Mauna Loa“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. febrúar 2019.