Haraldur Johannessen

Haraldur Johannessen (fæddur 25. júní 1954) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi ríkislögreglustjóri og fangelsismálastjóri. Haraldur var upphaflega skipaður ríkislögreglustjóri í febrúar 1998 til fimm ára. Hann var skipaður á ný 2003, 2008, 2013 og 2018 án auglýsingar.[1][2] Hjördís Hákonardóttir, nú hæstaréttardómari, kvartaði til kærunefndar jafnréttismála. Nefndin taldi Harald hæfari til starfans.[3]

Haraldur hóf embættisferil sinn á embætti ríkislögmanns árið 1986, skipaður þangað af þáverandi fjármálaráðherra Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hann var svo skipaður fangelsismálastjóri 1. október 1988 af Jóni Sigurðssyni þv. dómsmálaráðherra.[4]

Árið 1996 var Haraldur skipaður af þáv. dómsmálaráðherra Þorsteini Pálssyni til embættis varalögreglustjóra í Reykjavík.[5] Hann gegndi því embætti til 1. febrúar 1998 er hann var valinn úr hópi 9 umsækjenda til að gegna nýju embætti ríkislögreglustjóra. [6]

Haraldur er sonur hjónanna Matthíasar Johannessens, skálds og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins og Hönnu Johannessen hárgreiðslumeistara.

Þann 23. september árið 2019 lýstu átta af níu lögreglustjórum Íslands ásamt formönnum Landssambands lögreglumanna yfir vantrausti gegn Haraldi og skoruðu á hann að stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra.[7] Gagnrýni þeirra á hendur Haraldi snýst meðal annars um þunga yfirbyggingu og yfirstjórn hjá embætti hans auk þess sem mikillar óánægju gætti með ummæli sem hann lét falla um „valdatafl innan lögreglunnar“ í viðtali við Morgunblaðið þann 21. september.[8] Þann 24. september greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra frá því að Haraldur myndi þó ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra.[9]

Haraldur ákvað að hætta störfum í desember sama ár eftir 22 ár í starfi. [10]

Tilvísanir breyta

  1. „Ríkislögreglustjóri ekki auglýstur; grein af DV.is 2008“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2008. Sótt 22. júlí 2009.
  2. Erla Dóra Magnúsdóttir (20. júlí 2019). „Nærmynd af ríkislögreglustjóra – Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni“. DV. Sótt 24. september 2019.
  3. Kærunefnd telur Harald hæfari
  4. „Fangelsismálastofnun: Forstjóri skipaður“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 17. janúar 2021.
  5. Ný lögregluembætti Bogi og Haraldur skipaðir
  6. Haraldur Johannessen skipaður ríkislögreglustjóri
  7. Valgerður Árnadóttir (23. september 2019). „Lög­reglu­menn og lög­reglu­stjórar lýsa yfir van­trausti á Harald Johannes­sen“. Fréttablaðið. Sótt 24. september 2019.
  8. Ólöf Skaftadóttir (21. september 2019). „Lög­reglu­menn segja frétt Morgun­blaðsins lykta af pólítík“. Fréttablaðið. Sótt 24. september 2019.
  9. Kolbeinn Tumi Daðason (24. september 2019). „Haraldur fer ekki fet“. Vísir. Sótt 24. september 2019.
  10. Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Vísir, skoðað 3. desember 2019.
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.