Hamm
Hamm er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 180 þúsund íbúa (2019).
Hamm | |
---|---|
Sambandsland | Norðurrín-Vestfalía |
Flatarmál | |
• Samtals | 226,43 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 63 m |
Mannfjöldi | |
• Samtals | 180.000 (2.019) |
• Þéttleiki | 777/km2 |
Vefsíða | www.hamm.de |
Lega
breytaHamm liggur fyrir norðaustan Ruhr-héraðið, norðarlega í sambandslandinu. Næstu borgir eru Dortmund til suðvesturs (25 km), Münster til norðurs (40 km) og Bielefeld til norðausturs (60 km).
Skjaldarmerki
breytaSkjaldarmerki Hamm er nær alveg gult en fyrir miðju þrjár litlar rendur með hvítum og rauður skákreitum. Merki þetta var þegar til á 13. öld, en var tekið upp í núverandi formi 1934.
Orðsifjar
breytaHamm hefur ætíð heitið svona. Orðið merkir beygju í árfarvegi, en borgin stendur við samflæði Lippe og Ahse. Á latnesku heitir borgin Hammona.[1]
Söguágrip
breyta- Borgin Hamm var stofnuð árið 1226 af greifanum Adolf I von der Mark. Hún kemur að öðru leyti ekki við sögu í gegnum miðaldirnar.
- Um miðja 16. öld urðu siðaskiptin í borginni.
- 1609 varð Hamm eign Brandenborgar (þ.e. prúsnesk) með erfðum.
- 1734 varð stórbruni í borginni sem eyðilagði 200 hús. Annar stórbruni varð 1741.
- 1792 settist Loðvík 18. Frakkakonungur að í borginni eftir byltinguna í Frakklandi, ásamt bróður sínum sem seinna varð Karl X.
- 1815, við endurskipulagningu eftir Napoleonsstríðin, varð Hamm hluti af Westfalen,.
- 1911-13 var áin Ahse færð úr miðborginni til að skapa meira byggingarpláss.
- Í heimstyrjöldinni síðari varð Hamm fyrir töluverðum loftárásum sem eyðilögðu 60% borgarinnar.
- 1945 hertóku Bandaríkjamenn borgina, sem var á hernámssvæði Breta.
- 1975 voru nokkrir nágrannabæir innlimaðir Hamm og fór íbúafjöldinn þá langt yfir 100 þúsund.
Frægustu börn borgarinnar
breyta- (1951) Horst Hrubesch knattspyrnukappi
Byggingar og kennileiti
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 125.
Heimildir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hamm.