Diplomatarium Norvegicum

Diplomatarium Norvegicum – (latína: Norska fornbréfasafnið) – er heildarútgáfa á norskum fornbréfum og skjölum frá elstu tímum fram undir 1570. Elsta skjalið er frá því um 1050, en meginhluti þeirra er frá því eftir 1250. Komin eru út 22 bindi með um 20.000 skjölum. Útgáfan er stafrétt og á því máli sem bréfin eru skrifuð á. Efnisútdráttur á norsku fylgir.

Bréf frá Margréti drottningu til Hákonar 6. konungs, þar sem drottningin segir fréttir og kvartar yfir neyð sinni í Akershús-höll, um 1370. DN I.409[1].

Fyrsta bindið kom út 1847–1848 og það síðasta 1990–1995 . Ýmsir hafa unnið að útgáfunni, t.d.:

Málið á flestum skjölunum er fornnorska (þ.e. íslenska), miðnorska og danska. Ýmis bréf, einkum þau sem varða kirkjumál eða samskipti við önnur lönd, eru á latínu.

Diplomatarium Norvegicum (yfirleitt skammstafað DN) er ómissandi heimildasafn um sögu Noregs frá 11. öld og fram yfir siðaskipti.

Í Norska fornbréfasafninu er talsvert af skjölum sem snerta sögu Íslands, en mörg þeirra hafa einnig verið tekin upp í Íslenskt fornbréfasafn.

Norska fornbréfasafnið er aðgengilegt á netinu, með leitarvél, sjá tengil hér fyrir neðan. Einnig er skönnuð útgáfa til af flestum bindunum, sjá norsku Wikipediuna (bókmál).

Heimildir

breyta
  1. DN I.409 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine

Tengill

breyta

Tengt efni

breyta