Gulrófa
Gulrófa (eða rófa) (fræðiheiti: Brassica napobrassica eða Brassica napus var. napobrassica) er tvíær rótarávöxtur af krossblómaætt sem upphaflega var kynblendingur hvítkáls og næpu. Lauf rófunar eru vel æt en sjaldan nýtt, enam helst sem skepnufóður. Gulrófan er stundum kölluð „appelsína norðursins“ vegna hins háa C-vítamíns innihalds hennar.
Gulrófa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Brassica napobrassica Mill. |
Saga
breytaGulrófan er upprunnin í Norður-Evrópu og barst frá Svíþjóð til Bretlands og Norður-Ameríku þar sem hún er líka þekkt sem „Svíi“ (Swede) eða „sænsk næpa“ (Swedish turnip). Á Íslandi er hennar fyrst getið í ræktun í byrjun 19. aldar. Hún fékk á sig slæmt orð sem neyðarfæða „gulrófuveturinn“ (Steckrübenwinter) 1916-1917 í Þýskalandi þar sem bæði korn- og kartöfluuppskeran höfðu brugðist vegna stríðsins og margar fjölskyldur þurftu að lifa nánast eingöngu á gulrófum. Af þessum sökum döluðu vinsælir gulrófunnar sem mannamatar á meginlandi Evrópu, en hún er ennþá mikið ræktuð sem skepnufóður.
Á Íslandi
breytaEftir að Íslendingar hófu rófnarækt, varð hún fljótlega vinsæl og hér hafa mörg yrki rófna verið ræktuð og með ýmsum árangri, en venjulega er fremur auðvelt að rækta rófur og uppskeran mikil samanborið við aðra rótarávexti. Snemma á 20. öld barst kálflugan til landsins, og hún stórspillti rófnarækt, þannig að kartöflurnar tóku fyrsta sætið af rófunum. Sandvíkurrófa er íslenskt yrki, ræktað út frá kálfafellsrófu, og hefur lengi notið vinsælda í íslenskri rófnarækt. Hún er kennd við Stóru-Sandvík á Kaldaðarnesi, þar sem fræmæðurnar eru ræktaðar.
Matreiðsla
breytaGulrófur eru ætar hráar. Einnig er þó hægt að matreiða þær, og þá er gjarnan búið til úr þeim mauk, rófustappa, eða þær soðnar í súpur eins og íslenska kjötsúpu og baunasúpu.