C-vítamín

C-vítamín eða askorbínsýra er vítamín sem fyrirfinnst í matvælum og fæðubótarefni. Nota má C-vítamín til að koma í veg fyrir og meðhöndla skyrbjúg. Ekki hefur verið sýnt fram á að neysla C-vítamins komi í veg fyrir kvef meðal almennings en þó eru nokkrar vísbendingar um að reglubundin neysla þess gæti stytt tímabil kvefs. Óljóst er hvort neysla C-vítamíns hafi áhrif á krabbamein, hjartasjúkdóma eða vitglöp. Gefa má C-vítamín í töfluformi eða sem sprautu.

Efnafræðisleg uppbygging C-vítamíns.
Kúlulíkan af C-vítamíni.

Mannslíkaminn þolir C-vítamín vel og er það vatnsleysanlegt (skilst út með þvagi). Hins vegar geta stórir skammtar valdið óþægindum, höfuðverk, svefntruflunum og roðnun. Taka má venjulegan skammt af C-vítamíni á meðgöngu þó er mælt gegn stórum skömmtum.

C-vítamín er mikilvægt næringarefni og gegnir hlutverki í viðhaldi vefja og framleiðslu á tilteknum taugaboðefnum. C-vítamín þarf til þess að ákveðin ensím virki og er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Það er þar að auki andoxunarefni. Meðal matvæla sem eru rík af C-vítamíni eru sítrusávextir, kíví, spergilkál, rósakál, hráar paprikur og jarðarber. C-vítamín getur eyðilagst við mikla eldun eða langvarandi geymslu.

C-vítamín var uppgötvað árið 1912 og einangrað árið 1928. Framleiðsla á C-vítamíni hófst árið 1933 og var það fyrsta framleidda vítamínið.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.