Næpa (hvítrófa, fóðurnæpa eða næpukál) [1] (fræðiheiti: Brassica rapa L. var. rapifera) er vetrareinær planta af krossblómaætt sem safnar forða fyrir veturinn. Forðinn safnast í efra hlut rótar og neðra hlut stönguls, sem bólgna upp og mynda svokallaða næpu. Næpan er þess vegna talin rótargrænmeti.

Næpa
Næpa (Brassica rapa)
Næpa (Brassica rapa)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Kál (Brassica)
Tegund:
Þrínefni
Brassica rapa var. rapa
L.

Líffræði

breyta

Næpan er oftast hvít á litinn, getur þó einnig tekið fjólubláan lit á rótarhálsinum (mismunandi milli afbrigða). Lögun hennar er einnig allbreytileg eftir afbrigðum. Sum afbrigði mynda hnöttóttar næpur, á meðan önnur mynda ílangar. Út frá næpunni vaxa blöðin í hvirfingu. Þau eru stór og fjaðurskipt.

 
Blóm næpunnar

Á seinna ári notar næpan forða sinn og fer í kynvöxt í þeim tilgangi að mynda blóm og setja fræ. Næpan minnkar eftir því sem forðinn er nýttur og stöngullinn hækkar og styrkist. Blóm næpunnar eru gul. Á Íslandi lifir plantan þó ekki yfir veturinn og er aðeins ræktuð til grænfóðurs og þá nýtt um haustið.

Notkun

breyta

Á Íslandi hefur næpa verið ræktuð til manneldis, en einnig lítillega verið notuð sem fóður fyrir mjólkurkýr og lömb. Hún hefur langan vaxtartíma, eða minnst 100-130 daga. Hún er því aðallega verið nýtt til beitar á haustin.

Tilvísanir

breyta
  1. Orðabankinn; af Herðubreið.rhi.is