Gullrækja (fræðiheiti: Farfantepenaeus aztecus) er rækjutegund sem finnst við austurströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún hefur fundist á 137 metra d‎ýpi og grynnra, í minnst 17,2 °C og upp í 25,8 °C heitum sjó. Tegundin er mikilvæg fyrir bandarískan markað. Hún er einnig þekkt undir nafninu brúnrækja og rauðhalarækja.

Gullrækja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Ætt: Penaeidae
Ættkvísl: Farfantepenaeus
Tegund:
F. aztecus

Tvínefni
Farfantepenaeus aztecus
(Ives, 1891) [1]

Útlit og stærð

breyta

Gullrækja hefur ‎ýmist rauðan eða grænan hala. Hún hefur vel þróaðan pall sem nær út fyrir augun. Lífsskeið hennar er ekki langt, oftast er það minna en tvö ár. Gullrækja getur náð allt að 18 sentímetrum í lengd, stærðin ræðst hins vegar af umhverfisþáttum eins og seltu og hita sjávar. Karldýrið er oftast minna en kerlingin. Gullrækja getur fjölgað sér þegar hún nær um 12 til 15 sentímetra lengd.

Útbreiðsla og lifnaðarhættir

breyta

Gullrækju er að finna við austurströnd Bandaríkjanna og niður með Mexíkó, allt frá Martha's Vineyard í Massachusetts og niður að Júkatanskaga í Mexíkó. Hana er að finna á þriggja til 55 metra dýpi, en hana er mest að finna á 30 til 50 metra dýpi. Gullrækja hefur dýpst fundist á 164 metra dýpi. Ungviði halda sig til nærri við land þar sem þau kjósa að vera í grynnri sjó. Meira er um leðju þar og botnin er kenndur af leir, sandi og brotnum skeljum. Þegar þau þroskast og stækka leita þau lengra út frá landi í dýpri sjó sem er saltari. Botnin þar er kenndur af fínu lagi af leðju, eða sandi. Á daginn grefur hún sig í hafsbotninn en á næturna er hún mun virkari.

Hrygning

breyta

Hrygning er mest á haustin og sumrin. Kvendýrin sleppa frá 500.000 upp í eina milljón eggja nálægt hafsbotninum sem dreifast svo. Eftir að eggin klekjast tekur það tvær til þrjár vikur fyrir rækjurnar að þróast í lirfur. Nokkrum vikum síðar koma fram sundfit og fætur sem gerir þeim kleift að afla sér fæðu. Gullrækjan heldur áfram að þroskast á hafsbotninum þar til hitastig sjávar hækkar og örvar annað hrygningartímabil.

Fæða

breyta

Ungviði og fullþroskaðar Gullrækjur nærast á ormum, þörungum, mjög sjáum dýrum og ýmsum lífrænum úrgangi. Þær nærast á næturna. Lirfurnar éta svifdýr. Margar ættir fiska éta mikið magn af þroskaðri gullrækju. Krabbar og Randakerplingar éta unga gullrækju.

Veiðar

breyta
 
Veiddur aflir af Gullrækju frá árinu 1950 til 2015.
 
Hlutfall af veiddum afla Gullrækju árið 2015

Mikið er veitt af Gullrækju milli júní og ágúst. Í Texas er mest landað af henni eða um 40% heildarafla. Í Mexíkó er einungis landað um 5% heildarafla. Landaður afli af henni jókst um 33% frá árinu 2012 til 2014. Árið 2015 var landað rúmlega 60.000 tonnum af rækjunni. Árið 1990 voru veidd rétt tæp 80.000 tonn af henni og er það mesta sem skráð hefur verið. Bandaríkin veiða langstærstan hluta aflans en Mexíkó er aðeins að færa sig í aukana og veiddu um 21% aflans árið 2015. Veiðar á Gullrækju eru sjálfbærar og vel stjórnað af veiðistofnunum í Bandaríkjunum sem og Mexíkó. Hins vegar er svolítið um ólöglegar veiðar í Mexíkó en þær eru þó ekki miklar. Merki eru um að stofn rækjunnar sé að stækka við Mexíkó. Botnvarpa er notuð við veiðar á rækjunni en botnvarpa hefur ýmis skaðleg áhrif á hafsbotninn. Botninn þar sem rækjan heldur sig þakin af fínu lagi leðju, eða sandi svo botnvarpan skaðar ekki.

Gullrækja sem afurð

breyta

Hún er seld bæði fersk og frosin, unnin og heil. Hún fæst frosin allan ársins hring en fersk helst um sumarmánuði. Hún er rík af B12-vítamíni og lág í mettaðri fitu.

Meðafli

breyta

Á hverju ári veiðast þúsundir af skjaldbökum í meðafla rækjuveiða. Rækjuveiðimenn er skylt að nota ýmis tæki og aðferðir til að minnka þennan meðafla. Þessu er fylgt eftir en ekki að fullnægjanlegu marki.

Heimildir

breyta
  • „Penaeus aztecus“.
  • „Brown shrimp“.
  • „Farfantepenaeus aztecus (Ives, 1891)“.
  • „Brown Shrimp“.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Snið:Cite WoRMS