B12-vítamín

B12-vítamín eða kóbalamín er vatnsleysanlegt vítamín. Það er nauðsynlegt fyrir venjulega heilastarfsemi, taugakerfið og blóðframleiðslu. Það er eitt af átta B-vítamínum. Það gegnir hlutverki í efnaskiptum í hverri frumu líkamans, og hefur áhrif á myndun DNA.

Uppbygging B12-vítamíns

Hvorki sveppir, jurtir eða mennir geta framleitt B12-vítamín. Aðeins gerlar og forngerlar eru með þau ensím sem þarfnast til framleiðslu B12-vítamíns. Það er að finna í mörgum matvælum úr dýraríkinu því þessir gerlar eru til í dýrunum. B12-vítamín er stærsta og flóknasta vítamínið og þess vegna getur það aðeins verið búið til með að láta gerlana framleiða það.

TenglarBreyta

   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.