Hafsbotn eða sjávarbotn er botn hafsins, sem byrjar þar sem land fer undir sjó. Haffræði í rýmstu merkingu nær til allra rannsókna á hafinu sjálfu, lífverum þess og hafsbotninum. Í setlögunum, sem hlaðist hafa upp í hafinu, er t.d. skráð saga hafsins milljónir ára aftur í tímann. Ýmis sjávardýr lifa við hafsbotninn og hinar ýmsar jurtir vaxa upp af honum. Athuga ber að orðið hafsbotn er á íslensku einnig haft um innsta hluta víkur eða fjarðar.

Kringum öll lönd er svo kallaður grunnsævispallur, er nefnist landgrunn, sem er grunnsævi út frá landi, frá fjöru að 200 m dýptarlínu. Landgrunnið við Ísland hefur skarpa, bogadregna brún á 200 m dýpi. Frá henni liggur brekka (forbrekkan), sem víða hefur um 4° halla.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.