Guðmundur Halldórsson
Guðmundur Halldórsson (9. ágúst 1900 – 13. febrúar 1986) var útsölustjóri hjá ÁTVR, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
breytaGuðmundur ólst upp við Njálsgötuna í Reykjavík, sem þá var helsta vígi og uppeldisstöð knattspyrnufélagsins Fram. Aðalkeppnisvöllur piltanna í hverfinu var á gömlu öskuhaugunum þar sem Heilsuverndarstöðin stendur nú.
Árið 1919 gekk Guðmundur til liðs við Fram og varð þá þegar fastamaður í meistaraflokksliði félagsins og margoft Íslandsmeistari. Hann var þá meðal yngstu leikmanna liðsins.
Um 1927 stóð Fram höllum fæti. Nær allir lykilmenn og stjórnendur félagsins hættu um svipað leyti og litu mátti muna að félagið lognaðist út af. Guðmundur hafði þá forgöngu um að blása nýju lífi í félagið. Hann safnaði piltum af Njálsgötusvæðinu til æfinga, sem hann stýrði sjálfur og smalaði í nýja stjórn fyrir aðalfundinn 1928, sem reif félagið upp úr öskustónni. Hann gerðist jafnframt fyrsti þjálfari meistaraflokks í nútímaskilningi þess orðs.
Þáttur Guðmundar í að bjarga Knattspyrnufélaginu Fram frá bráðum dauða var staðfest árið 1933, á 25 ára afmæli félagsins þegar hann og Kjartan Þorvarðsson, félagi hans úr endurreisnarstjórninni, voru útnefndir annar og þriðji heiðursfélagi Fram, en sá heiður hafði þá ekki enn hlotnast neinum stofnfélaga Fram.
Þótt Guðmundur hefði haft frumkvæðið að myndun endurreisnarstjórnarinnar tók hann ekki við formannsembættinu fyrr en árið 1937 og gegndi því til 1939 og svo aftur 1946-47. Á seinna formannstímabili Guðmundar réðst Fram í byggingu félagsheimilis, fyrst íslenskra íþróttafélaga,
Guðmundur var bróðir Sigurðar og Ólafs Halldórssona sem einnig voru formenn í Fram.
Fyrirrennari: Lúðvík Þorgeirsson |
|
Eftirmaður: Jón Magnússon |
Fyrirrennari: Þráinn Sigurðsson |
|
Eftirmaður: Þráinn Sigurðsson |