Njálsgata
Njálsgata er gata í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í Austurbænum og Norðurmýrinni. Hún teygir sig frá Klapparstíg í vestri og að Rauðarárstíg í austri. Fyrir neðan Njálsgötu er Grettisgata, og fyrir ofan hana er Bergþórugata, sem nær þó ekki nema að Frakkastíg. Njálsgata tók að byggjast í upphafi 20. aldar og er nefnd eftir Njáli Þorgeirssyni sem sagt er frá í Njálu.
Eitt og annað
breyta- Milli Njálsgötu og Bergþórugötu var lítill stígur sem nefndist í daglegu tali Öskustígur.
- Ölgerðin Egill Skallagrímsson rak um áratugaskeið ölsuðuhús við Njálsgötu. Þar var meðal annars bruggaður Pilsner og bjór (Polar Beer).
- Njálsgata kemur talsvert við sögu í unglingabókinni „Baneitrað samband á Njálsgötunni“ eftir Auði Haralds.
- Finnbogi Hermannsson ólst upp við Njálsgötu á árunum eftir stríð. Hann lýsir mannlífinu þar í endurminningabókum sínum „Í húsi afa míns“ og „Í fótspor afa míns“ frá 2008 og 2009.
- Friðarhús, félagsheimili Samtaka hernaðarandstæðinga, er starfrækt að Njálsgötu 87.