Heilsuverndarstöðin í Reykjavík

bygging frá 1950 sunnan Sundhallar við Barónsstíg í Reykjavík

Heilsuverndarstöðin í Reykjavík er bygging sem stendur fyrir sunnan Sundhöllina við Barónsstíg, en önnur álman teygir sig niður Egilsgötuna. Húsið teiknuðu Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson. Byggingin var vígð þann 2. mars 1957 eftir að hafa verið sjö ár í byggingu. Fyrsta deild hennar hóf starfsemi 1953.

Upphaflega, eftir að húsið var byggt, voru þrjár deildir í annarri álmunni, þeirri sem veit að Barónsstíg: ein fyrir barnavernd, þar sem haft var eftirlit með ungbörnum og stálpuðum börnum. Þá var þar deild, sem hafði eftirlit með barnshafandi konum og veitti þeim leiðbeningar. En í enda álmunnar var deild fyrir kynsjúkdómalækni. Í hinni álmunni, sem veit að Egilsgötu, voru berklavarnirnar, en þær voru einnig á annarri hæð í aðalbyggingunni og þar var einnig röntgen-rannsóknarstofa. Á neðstu hæð aðalbyggingarinnar var slysavarðstofa. Á tveimur efstu hæðunum var heilsuverndin og þar var einnig húsrúm fyrir sjúklinga og gert ráð fyrir að þar gætu verið allt að 50-60 sjúkrarúm.

Í byggingunni starfaði Heilsuverndarstöðin ehf sem er einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu.

Tenglar

breyta
   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.