Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson (7. maí 1910 – 24. september 1982) var verslunarstjóri hjá ÁTVR, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
breytaSigurður fæddist í Reykjavík og ólst upp í stórum systkinahópi. Meðal bræðra hans var Guðmundur Halldórsson, sem einnig var formaður Knattspyrnufélagsins Fram. Þeir bræður störfuðu báðir lengi sem verslunarstjórar hjá ÁTVR, en áður hafði Sigurður rekið eigin verslun á Öldugötu. Þriðji bróðirinn, Ólafur, var sömuleiðis formaður Fram.
Árið 1928 hafði Guðmundur Halldórsson forgöngu um að rífa upp starfsemi Fram, sem um þær mundir var að lognast út af. Hann safnaði saman stjórn sem tók félagið yfir og reif það upp. Átti Sigurður sæti í stjórninni, þá nýorðinn átján ára gamall.
Sigurður var fastamaður í meistaraflokki Fram í knattspyrnu í meira en áratug og varð Íslandsmeistari árið 1939. Árið eftir keppti hann undir merkjum Fram á fyrsta Íslandsmótinu í handknattleik.
Sigurður sat um árabil í stjórn Fram og gegndi formennskunni árið 1953-54.
Fyrirrennari: Gunnar Nielsen |
|
Eftirmaður: Jörundur Þorsteinsson |