Sjómannaskólinn í Reykjavík

Sjómannaskólinn í Reykjavík var kennslustofnun sjómanna sem starfaði fyrst við Öldugötu í Reykjavík (Gamli stýrimannaskólinn) og síðan við Háteigsveig í Reykjavík. Sjómannaskólinn og síðar Vélskóli Íslands höfðu aðsetur við Háteigsveg, en þann 1. ágúst 2003 tók Menntafélagið ehf við rekstri skólanna og starfa þeir núna sem Tækniskólinn. Stýrimannaskólinn í Reykjavík var stofnaður með lögum hinn 22. maí 1890 en skólinn tók til starfa haustið 1891. Vélskóli íslands var stofnaður 1915.

Sjómannaskólinn í Reykjavík

Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson húsameistari teiknuðu hús Sjómannaskólans við Háteigsveg. Lagður var hornsteinn að byggingunni á sjómannadaginn 4. júní 1944 og var skólinn vígður árið 1945. Í blýhólki þeim sem lagður var í hornsteininn liggja uppdrættir hússins og meginatriði að byggingarsögu skólans, skráð á skinn. Veðurstofan hafði aðsetur í skólanum til ársins 1973 en hluti Veðurstofunnar flutti síðan út á Reykjavíkurflugvöll í ársbyrjun 1950. Kennaraháskóli Íslands hafði hluta hússins til afnota um tíma.

Heimildir breyta

  • Fasteignablað Morgunblaðsins 3. júlí, 2006
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.