Lafði Godiva

(Endurbeint frá Godiva)

Lafði Godiva (um 9801067) var engilsaxnesk hefðarkona sem sagt er að hafi riðið nakin í gegnum Coventry á Englandi til að fá bónda sinn Leofric jarl af Merkju til að draga úr þeim mikla skatti sem hann lagði íbúa bæjarins.

Lady Godiva eftir John Collier (sirka 1898)

Goðsögnin

breyta

Sagan segir að Lafði Godiva hafi verið undurfögur kona Leofric III, jarls af Merkju og lávarðs af Coventry. Íbúar bæjarins máttu þola skort vegna þess mikla skatts sem jarlinn lagði á þá, lafði Godiva fannst nóg um og bað bónda sinn ítrekað að draga úr sköttunum, að lokum varð hann svo þreittur á ítrekuðum beiðnum hennar að hann sagðist muna draga úr skattinum ef hún myndi ríða nakin um götur bæjarins. Lafðin tók hann á orðinu og gerði það eftir að hún hafði gefið út tilkynningu þess efnis að íbúar bæjarins skyldu halda sig innandyra og loka gluggum sínum meðan á reiðinni stæði, sem allir íbúar bæjarins gerðu nema klæðskeri einn sem boraði göt í gegnum gluggahlera sinn. Hann var eftir þetta var þekktur sem gluggagægir[1] og sagt er að hann hafi orðið blindur fyrir vikið. Eftirmálar atviksins voru þeir að Leofric stóð við orð sín og afnam þessa miklu skatta.

Neðanmálsgrein

breyta

Heimild

breyta

Tengt efni

breyta