Gluggagægir

Einn íslensku jólasveinanna

Gluggagægir er tíundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 21. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Gluggagægir lagðist á glugga til að gægjast inn. Ef hann sá þar eitthvað eigulegt reyndi hann að krækja sér í það.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

Sjá nánar breyta

Tengt efni breyta

Tenglar breyta