Innósentíus 10.

(Endurbeint frá Giovanni Battista Pamphilj)

Innósentíus 10. (6. maí 15747. janúar 1655) sem upphaflega hét Giovanni Battista Pamphili var páfi frá 1644 til dauðadags. Hann fæddist í Róm en fjölskylda hans hafði flust þangað frá Gubbio í Úmbríu í tíð Innósentíusar 9.. Hann lærði lögfræði og varð endurskoðandi við rómverska áfrýjunardómstólinn. Hann varð kardináli árið 1629.

Innósentíus 10. á málverki eftir Diego Velázquez.

Hann hóf valdatíð sína á málsókn gegn Barberini-fjölskyldunni sem hafði hagnast gríðarlega í valdatíð Úrbanusar 8.. Antonio og Francesco Barberini flúðu til Parísar þar sem Mazarin kardináli tók þá undir sinn verndarvæng. Hann fordæmdi jansenisma sem villutrú sem varð til þess að klaustrið í Port-Royal var leyst upp. Hann hélt áfram Castro-stríðunum gegn hertoganum af Parma sem lauk með því að hersveitir Páfagarðs eyddu borgina Castro algerlega. Helsti ráðgjafi hans var hin umdeilda Olimpia Maidalchini, ekkja bróður hans.


Fyrirrennari:
Úrbanus 8.
Páfi
(1644 – 1655)
Eftirmaður:
Alexander 7.