Diego Velázquez

Diego Rodríguez de Silva y Velázquez (6. júní 15996. ágúst 1660), venjulega kallaður Diego Velázquez, var spænskur listamaður og hirðmálari Filippusar IV í Madríd. Velázquez var framúrskarandi portrettmálari, og er talinn einn fremsti listamaður barrokktímans.

Sjálfsmynd frá 1643

Þekktasta verk hans, hópmyndin Las Meninas, er af mörgum álitin fullkomnasta og flóknasta mannamynd vestrænnar myndlistar. Franski heimspekingurinn Michel Foucault taldi verkið marka tímamót í sögu Vesturlanda þar sem það gerir áhorfandann að aðalpersónu verksins.

Velázquez hefur haft mikil áhrif til okkar daga. Hægt er að greina áhrif hans í verkum Francisco Goya og Édouard Manet. Þekktir 20. aldar listamenn eins og Pablo Picasso og Francis Bacon hafa gert eigin útgáfur af verkum hans.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.