Unuhús
Unuhús er hús að Garðastræti 15 í Grjótaþorpinu, Vesturbænum, Reykjavík. Húsið var þekkt sem miðpunktur menningar í upphafi 20. aldar. Fastagestir Unuhúss voru til dæmis Stefán frá Hvítadal, Steinn Steinarr, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir, Louisa Matthíasdóttir og Þórbergur Þórðarson, en hinn síðastnefndi skrifaði bók sem nefndist: Í Unuhúsi eftir frásögn Stefáns frá Hvítadal.
Húsið er nefnt eftir Unu Gísladóttir[1] sem uppi var á árunum 1855 til 1924. Hún hafði kostgangara (tækifærissinna) og leigði út herbergi í húsinu. Fæðið var ódýrara hjá henni en annars staðar í Reykjavík og húsnæðið sömuleiðis. Af þeim sökum dróst fólk að henni sem lítil auraráð hafði og átti hvergi höfði sínu að að halla. Una eignaðist soninn Erlend í Unuhúsi.