Gígtappi
Gígtappi myndast þegar hraun storknar í gosrás á virku eldfjalli. Hraungúll getur virkað sem gígtappi. Við þetta jarðfræðilega fyrirbæri verður mikill þrýstingur ef rokgjörn kvika festist undir tappanum en þá breytist eldgosið gjarnan í sprengigos. [1]
Dæmi um gígtappa
breytaÁ Íslandi
breytaEiginlega finnast gígtappar í öllum íslenskum eldstöðvakerfum, t.d. Karl (Reykjanes), Stapafell og gígtapar fyrir framan Arnarstapa og Lóndrangar (Snæfellsjökull). Fleiri dæmi eru:
- „Pétursey er stakt móbergsfjall (275m) austan Sólheimasands í Mýrdal. Fjallið hét áður Eyjan há. Það er mjög gróið og merki sjást um hærri sjávarstöðu fyrrum. - Eyjarhóll er strýtumyndaður hóll sunnan fjallsins. Hann er gígtappi úr blágrýti og við hann og fjallið eru fjöldamargar sagnir um huldufólk tengdar. Grónar hlíðarnar eru smástöllóttar. Þessir stallar myndast við hægt sig jarðvegs.“ [2]
- Karl (Reykjanestá): 50 – 60 m hár gígtappi og hlut gígs sem varð til í eldgosum úti í sjó fyrir framan Reykjanes í kringum 1226, þegar Reykjaneseldur geysuðu. [3]
- Vaðalfjöll (Vestfirðir): Í suðanverðum Vestfjörðum er Króksfjarðareldstöð, rofin megineldstöð ekki langt frá Reykhólum. Þekktast er hún hins vegar fyrir yfirstandandi gígtappar á efstum hæðum hennar: Vaðalfjöllin. [4]
- Þumall (Skaftafellsfjöll):Eins og þar getur rof síðar orðið eins til þess að steinninn sem umlukti tappann hverfur svo hann stendur einn eftir. Þess konar landform er kallað bergstandur og góð dæmi fyrir því er Þumall í Skaftafellsfjöllum. [1]
Í öðrum löndum
breytaGígtappar finnist í öllum heimshornum þar sem eldfjöll eru og sérstaklega hjá slíkum með seigari kviku.
Sjá líka
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gígtappi.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls.30.
- ↑ Pétursey. Nat.is, Geymt 24 júlí 2008 í Wayback Machine Skoðað 18. ágúst 2020.
- ↑ Helgi Páll Jónsson: Eldfjallagarður og jarðminjasvæði á Reykjanesskaga. Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2011. MS ritgerð. Leiðbeinendur Ólafur Ingólfsson. Skoðað 17. ágúst 2020.
- ↑ Snæbjörn Guðmundsson: Vegavísir um jarðfræði Íslands. Reykjavík 2015, bls. 84