64°43′58″N 23°47′00″V / 64.73278°N 23.78333°V / 64.73278; -23.78333

Lóndrangar, séðir frá þjóðveginum.
Drangarnir í návígi.

Lóndrangar eru tveir basaltklettadrangar, fornir gígtappar er rísa stakir og formfagrir úti við ströndina á sunnanverðu Snæfellsnesi, skammt austan Malarrifs en um 10 km vestan við Hellna. Hærri drangurinn er 75 metrar á hæð og er sagt að Ásgrímur Bergþórsson hafi klifið hann manna fyrstur árið 1735. Sá minni er 61 metra hár og var fyrst klifinn 1938 að því er best er vitað.

Þessir tveir gígtappar eru leifar gosmalarfyllingar úr gíg sem í vefjast basaltgöng en brimið hefur sorfið burt sjálft eldvarpið utan móbergið í Svalþúfu, leifar af austurhluta gígbarmsins. Nokkuð varp er í Lóndröngum, þar er rita og langvía og fýll. Lundi verpir í brekkum ofan við bjargbrúnir og örn verpti fyrrum á hærri drangnum.

Áður fyrr var útræði við Lóndranga og var lendingin fyrir austan hærri dranginn, þar sem heitir Drangsvogur. Sagt er að þaðan hafi verið gerð út tólf skip þegar mest var.

Nálægir staðir breyta

Heimildir breyta

  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 14. júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.