Friedrich Ebert (4. febrúar 1871 – 28. febrúar 1925) var þýskur stjórnmálamaður úr Jafnaðarmannaflokknum og fyrsti forseti Þýskalands frá árinu 1919 þar til hann lést í embætti árið 1925.

Friedrich Ebert
Forseti Þýskalands
Í embætti
11. febrúar 1919 – 28. febrúar 1925
KanslariPhilipp Scheidemann
Gustav Bauer
Hermann Müller
Constantin Fehrenbach
Joseph Wirth
Wilhelm Cuno
Gustav Stresemann
Wilhelm Marx
Hans Luther
ForveriFyrstur í embætti
EftirmaðurPaul von Hindenburg
Kanslari Þýskalands
Í embætti
9. nóvember 1918 – 13. febrúar 1919
ÞjóðhöfðingiVilhjálmur 2.
Hann sjálfur
ForveriMaximilian von Baden
EftirmaðurPhilipp Scheidemann
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. febrúar 1871
Heidelberg, Baden, Þýska keisaraveldinu
Látinn28. febrúar 1925 (54 ára) Berlín, Weimar-lýðveldinu
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiLouise Ebert
BörnFriedrich (1894–1979), Georg (1896–1917), Heinrich (1897–1917), Karl (1899–1975), Amalie (1900–1931)
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Ebert var kjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins árið 1913 eftir dauða Augusts Bebel. Árið 1914, stuttu eftir að hann tók við formannsembættinu, varð til mikill ágreiningur innan flokksins vegna þess að Ebert studdi það að Þýskaland tæki lán til að fjármagna stríðsrekstur í fyrri heimsstyrjöldinni. Ebert var hófsamur jafnaðarmaður og var hlynntur „Burgfrieden“-stefnunni sem gerði ráð fyrir því að ágreiningur um innanríkisstjórnmál yrði settur á hilluna á stríðstímanum svo að samfélagið gæti einbeitt sér að því að vinna stríðið. Hann reyndi að einangra flokksmeðlimi sem voru á móti stríðinu til þess að koma í veg fyrir klofning.

Ebert lék lykilhlutverk í þýsku byltingunni árin 1918–19. Þegar Þýskaland varð lýðveldi í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar varð Ebert fyrsti kanslari þess. Stefnumál hans gengu aðallega út á að koma á frið og stöðugleika innan Þýskalands og einangra byltingarsinnaða öfgamenn lengst til vinstri. Til þess að ná markmiðum sínum gekk hann í bandalag við íhaldsmenn og þjóðernissinna, sér í lagi herstjórn hershöfðingjans Wilhelms Groener. Með hjálp þeirra kvað ríkisstjórn Eberts niður ýmsar byltingar af hálfu kommúnista og sósíalista, en einnig af hálfu hægrimanna, þar á meðal Kappuppreisnina. Því er Ebert nokkuð umdeildur í sögu Þýskalands.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
Maximilian von Baden
Kanslari Þýskalands
(9. nóvember 191813. febrúar 1919)
Eftirmaður:
Philipp Scheidemann
Fyrirrennari:
Vilhjálmur 2. sem keisari Þýskalands
Forseti Þýskalands
(11. febrúar 191928. febrúar 1925)
Eftirmaður:
Paul von Hindenburg