Fellibylur

(Endurbeint frá Fellistormur)
Veður
Árstíðir
Tempraða beltið
VorSumarHaustVetur
Hitabeltið
ÞurrkatímiRegntími
Óveður
StormurFellibylur
SkýstrokkurÖskubylur
Úrkoma
ÞokaSúldRigning
SlyddaHaglélSnjókoma
Viðfangsefni
VeðurfræðiVeðurspá
LoftslagLoftmengun
Hnattræn hlýnunÓsonlagið
Veðurhvolfið

Fellibylur (fellistormur eða felliveður) er sérlega kröpp lægð sem myndast í hitabeltinu og fær kraft sinn úr uppstreymi lofts í kringum stormaugað. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og skilar við það varmaorku sem nýtist við að knýja vindinn. Í öðrum heimshlutum eru ýmis orð notuð um fellibyl. Til dæmis nefnast fellibyljir austurlanda fjær týfónar. Fellibyljir valda oft mjög miklu tjóni.

Fellibyljum má skipta í fimm flokka eftir styrkleika:

Þrýstingur í auga Vindhraði (hnútar) Flóðbylgja Tjón
1 yfir 980 mb 74-95 undir 1,5 m lítið
2 965-979 mb 96-110 1,5 til 2,5 allmikið
3 945-964 mb 111-130 2,5 til 3,5 mikið
4 920-944 mb 131-155 3,5 til 5,5 mjög mikið
5 undir 920 yfir 155 yfir 5,5 fádæma mikið

Orðaruglingur

breyta
 
Fellibylurinn Katarína var sjaldgæfur hitabeltisfellibylur sem olli gríðarlegu tjóni. Myndin er tekin úr alþjóðlegu geimstöðinni 26. mars 2004.

Varast ber að rugla saman fellibyl, fárviðri, hvirfilbyl og skýstrokkum. Fárviðiri er þegar vindur nær 32 m/s (eða 12 vindstigum). Enska orðið yfir 12 vindstig er hurricane, en það er einnig notað yfir fellibyli, en þeir eiga alltaf uppruna sinn í hitabeltinu. Í ensku er orðinu tropical (hitabeltis-) bætt framan við þannig að tropical hurricane er fellibylur. Stundum er hurricane þýtt sem hvirfilvindur eða hvirfilbylur. Þessi þýðing þykir afar óheppileg (þó hún sé ekki í sjálfu sér röng) vegna þess að hún leiðir til ruglings við annað og gjörsamlega óskylt veðurfyrirbrigði - skýstrokkinn. Skýstrokkur er það sem á ensku nefnist tornado (stundum twister). Skýstrokkar eru mjög litlir um sig, oftast nokkrir tugir eða fáein hundruð metra í þvermál og eru oftast fylgifiskar veðraskila og þrumuveðra, sem slíkum skilum fylgja. Svo vill til að skýstrokkar eru mjög algengir í Bandaríkjunum og einkum þó á sléttunum miklu. Þar koma fellibylir hins vegar aldrei í heilu lagi.

Tenglar

breyta
  • „Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?“. Vísindavefurinn.
  • „Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?“. Vísindavefurinn.
  • Fellibyljir; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1986
   Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.