Fearless

Breiðskífa eftir Taylor Swift frá 2008

Fearless er önnur breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 11. nóvember 2008 af Big Machine Records í Bandaríkjunum og Kanada, og 9. mars 2009 alþjóðlega. Platan var að mestu samin af Swift meðan hún var að auglýsa sjálftitluðu plötuna sína á árunum 2007–2008. Hún sat einnig í upptökustjórn í fyrsta sinn ásamt framleiðandanum Nathan Chapman.

Fearless
Kápan á stöðluðu útgáfunni í Norður-Ameríku
Breiðskífa eftir
Gefin út11. nóvember 2008 (2008-11-11)
Tekin upp2008
Hljóðver
  • Blackbird
  • Fool on the Hill
  • Quad
  • Sound Cottage
  • Sound Emporium
  • Starstruck (Nashville)
  • Sound Kitchen (Franklin)
StefnaKántrí popp
Lengd53:41
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
  • Nathan Chapman
  • Taylor Swift
Tímaröð – Taylor Swift
Beautiful Eyes
(2008)
Fearless
(2008)
Speak Now
(2010)
Smáskífur af Fearless
  1. „Love Story“
    Gefin út: 15. september 2008
  2. „White Horse“
    Gefin út: 8. desember 2008
  3. „You Belong with Me“
    Gefin út: 20. apríl 2009
  4. „Fifteen“
    Gefin út: 31. ágúst 2009
  5. „Fearless“
    Gefin út: 4. janúar 2010

Fearless er kántrí popp plata sem á má finna hefðbundin hljóðfæri sem heyrast í kántrítónlist, líkt og banjó, fiðlur, mandólín, og kassagítara. Hún er innblásin af tilfinningum Swift sem unglingur sem heyrist í textum laganna sem fjalla um rómantík, hugarangur, og vonir.

Eftir útgáfu Fearless hóf Swift tónleikaferðalagið Fearless Tour sem byrjaði í apríl 2009 og stóð yfir fram í júlí 2010. Af plötunni voru gefnar út fimm smáskífur, þar með talið „Love Story“ og „You Belong with Me“ sem nutu mikilla vinsælda á kántrí og popp útvarpsstöðvum. Í Bandaríkjunum dvaldi Fearless 11 vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem demantsplata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún komst í topp 5 á listum í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi, og hefur selst í 12 milljón eintökum á heimsvísu.

Fearless vann í flokknum plata ársins (Album of the Year) á Country Music Association-verðlaununum og Academy of Country Music-verðlaununum árið 2009, og hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins (Album of the Year) og besta kántrí platan (Best Country Album) árið 2010. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift árið 2019, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Fearless (Taylor's Version), þann 9. apríl 2021.[1]

Lagalisti

breyta
Fearless – Stöðluð útgáfa[2]
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Fearless“
4:01
2.„Fifteen“Swift4:54
3.„Love Story“Swift3:55
4.„Hey Stephen“Swift4:14
5.„White Horse“
  • Swift
  • Rose
3:54
6.„You Belong with Me“
  • Swift
  • Rose
3:51
7.„Breathe“ (ásamt Colbie Caillat)
  • Swift
  • Caillat
4:23
8.„Tell Me Why“
  • Swift
  • Rose
3:20
9.„You're Not Sorry“Swift4:21
10.„The Way I Loved You“
  • Swift
  • John Rich
4:03
11.„Forever & Always“Swift3:45
12.„The Best Day“Swift4:05
13.„Change“Swift4:40
Samtals lengd:53:41
Fearless – Alþjóðleg útgáfa[3]
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
3.„Love Story“ (international mix)Swift3:55
14.„Our Song“ (international mix)Swift3:21
15.„Teardrops on My Guitar“ (international mix)
  • Swift
  • Rose
3:15
16.„Should've Said No“ (international mix)Swift4:08
Samtals lengd:64:25
Fearless: Platinum Edition – Geisladiskur
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Jump Then Fall“Swift3:56
2.„Untouchable“
  • Swift
  • Cary Barlowe
  • Nathan Barlowe
  • Tommy Lee James
5:11
3.„Forever & Always“ (píanó útgáfa)Swift4:27
4.„Come In with the Rain“
  • Swift
  • Rose
3:58
5.„Superstar“
  • Swift
  • Rose
4:21
6.„The Other Side of the Door“Swift3:57
7.„Fearless“
  • Swift
  • Rose
  • Lindsey
4:01
8.„Fifteen“Swift4:54
9.„Love Story“Swift3:55
10.„Hey Stephen“Swift4:14
11.„White Horse“
  • Swift
  • Rose
3:54
12.„You Belong with Me“
  • Swift
  • Rose
3:51
13.„Breathe“ (ásamt Colbie Caillat)
  • Swift
  • Caillat
4:23
14.„Tell Me Why“
  • Swift
  • Rose
3:20
15.„You're Not Sorry“Swift4:21
16.„The Way I Loved You“
  • Swift
  • Rich
4:04
17.„Forever & Always“Swift3:45
18.„The Best Day“Swift4:05
19.„Change“Swift4:40
Samtals lengd:79:19
Fearless: Platinum Edition – DVD[4]
Nr.TitillLeikstjóriLengd
1.„Change“ (tónlistarmyndband)Shawn Robbins3:47
2.„The Best Day“ (tónlistarmyndband)Swift4:34
3.„Love Story“ (tónlistarmyndband)Trey Fanjoy3:54
4.„White Horse“ (tónlistarmyndband)Fanjoy4:03
5.„You Belong with Me“ (tónlistarmyndband)Roman White4:37
6.„Love Story“ (bakvið tjöldin) 22:00
7.„White Horse“ (bakvið tjöldin) 22:00
8.„You Belong with Me“ (bakvið tjöldin) 20:45
9.„Fearless Tour 2009 Photo Gallery“  
10.„Fearless Tour 2009 First Show Behind the Scenes“ 10:41
11.„CMT Awards Thug Story“ (ásamt T-Pain)Peter Zavadil1:26
Samtals lengd:97:47

Tilvísanir

breyta
  1. Helga Margrét Höskuldsdóttir (13. apríl 2021). „Taylor Swift verður loks rétthafi tónlistar sinnar“. RÚV.
  2. Fearless (CD liner notes). Taylor Swift. Big Machine Records. 2008. BMRATS0200.
  3. Fearless [International Version]“. AllMusic. Afrit af uppruna á 24. ágúst 2021. Sótt 21. ágúst 2021.
  4. Herrera, Monica (10. september 2009). „Taylor Swift To Re-Release Fearless With New Songs“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2014. Sótt 1. júní 2011.