Evermore (plata)

Breiðskífa eftir Taylor Swift frá 2020

Evermore (stílað í lágstöfum) er níunda breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún var gefin út óvænt þann 11. desember 2020 af Republic Records, innan fimm mánuða frá seinustu breiðskífunni Folklore. Evermore var áframhald af samstarfi Swift og Aaron Dessner, sem vann einnig með henni á Folklore.

Evermore
Breiðskífa eftir
Gefin út11. desember 2020 (2020-12-11)
Hljóðver
  • Kitty Committee (Los Angeles)
  • Long Pond (Hudson Valley)
  • Scarlet Pimpernel (Exeter)
  • Heimili Rechtshaid (Los Angeles)
Stefna
Lengd60:38
ÚtgefandiRepublic
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
Folklore: The Long Pond Studio Sessions
(2020)
Evermore
(2020)
Fearless (Taylor's Version)
(2021)
Smáskífur af Evermore
  1. „Willow“
    Gefin út: 11. desember 2020
  2. „No Body, No Crime“
    Gefin út: 11. janúar 2021
  3. „Coney Island“
    Gefin út: 18. janúar 2021

Swift hefur lýst Evermore sem svipaðri plötu og Folklore, sem var innblásin af tíma COVID-19 faraldursins. Hún hefur einnig kallað þær systraplötur. Evermore blandar saman jaðarrokk og indíþjóðlaga stílum með hljóðfæraleik á gítara, píanó, strengja og ásláttarhljóðfæri. Bandarísku hljómsveitirnar Bon Iver, Haim, og the National koma fram á plötunni.

Platan hlaut lof gagnrýnenda og kom fram á listum yfir bestu plötur ársins 2020. Evermore var tilnefnd sem plata ársins (Album of the Year) á 64. árlegu Grammy-verðlaununum. Platan náði fyrsta sæti í nokkrum löndum og seldist í yfir milljón eintökum í fyrstu vikunni. Hún var fjórar vikur á toppi Billboard 200 og var áttunda plata Swift til að ná fyrsta sæti í útgáfuviku. Þrjár smáskífur voru gefnar út; „Willow“, „No Body, No Crime“, og „Coney Island“. „Willow“ var sjöunda lag Swift til að ná efsta sæti Billboard Hot 100 listans.

Lagalisti

breyta
Evermore – Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
1.„Willow“A. Dessner3:34
2.„Champagne Problems“
  • Swift
  • A. Dessner
4:04
3.„Gold Rush“
  • Swift
  • Antonoff
3:05
4.„'Tis the Damn Season“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner3:49
5.„Tolerate It“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner4:05
6.„No Body, No Crime“ (ásamt Haim)Swift
  • Swift
  • A. Dessner
3:35
7.„Happiness“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner5:15
8.„Dorothea“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner3:45
9.„Coney Island“ (ásamt the National)
  • Swift
  • Bowery
  • A. Dessner
  • Bryce Dessner
  • A. Dessner
  • B. Dessner
4:35
10.„Ivy“
  • Swift
  • A. Dessner
  • Antonoff
A. Dessner4:20
11.„Cowboy like Me“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner4:35
12.„Long Story Short“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner3:35
13.„Marjorie“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner4:17
14.„Closure“
  • Swift
  • A. Dessner
  • A. Dessner
  • BJ Burton
  • James McAlister
3:00
15.„Evermore“ (ásamt Bon Iver)
  • Swift
  • Bowery
  • Justin Vernon
  • Swift
  • A. Dessner
5:04
Samtals lengd:60:38
Evermore – Deluxe útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
16.„Right Where You Left Me“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner4:05
17.„It's Time to Go“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner4:15
Samtals lengd:68:58
Evermore – Japönsk deluxe útgáfa[1]
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
18.„Willow (Dancing Witch version)“ (Elvira remix)
  • Swift
  • A. Dessner
Elvira Anderfjärd3:04
19.„Willow (Lonely Witch version)“
  • Swift
  • A. Dessner
A. Dessner3:34
Samtals lengd:74:36
Evermore – Fan útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arStjórnLengd
18.„Willow“ (90's Trend remix)
  • Swift
  • A. Dessner
  • Kane Cooper
  • Ernie Lake
3:45
Samtals lengd:72:03

Athugasemdir

breyta
  • Öll lögin eru stíluð í lágstöfum.

Tilvísanir

breyta
  1. „Evermore incl. Calendar + Postcard Material“. Amazon. Sótt 8. júlí 2023.