Strengjahljóðfæri
Strengjahljóðfæri eiga það sameiginlegt að það er spilað á þau með því að slá, plokka eða strjúka strengi sem á þeim eru. Helstu gerðir strengjahljóðfæra eru:
- Strokstrengjahljóðfæri (t.d. fiðlufjölskyldan) þar sem strengirnir eru aðallega stroknir með bogum.
- Plokkuð strengjahljóðfæri (t.d. gítar eða semball) þar sem plokkað er í strengina með ýmist fingrum spilarans eða einhverju áhaldi.
- Ásláttarstrengjahljóðfæri (t.d. píanó) þar sem eitthvað áhald er notað til að slá á strengina.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Strengjahljóðfæri.