Fergin eða tjarnarelfting (fræðiheiti: Equisetum fluviatile) er fjölær jurt af elftingarætt. Hún vex alla jafna í votlendi, skurðum og jafnvel grunnum tjörnum. Jurtin nær 30 til 100 cm hæð en getur þó orðið stærri. Stöngullinn er alsettur liðum og við hvern lið vaxa 5 til 10 mm langar blöðkur en þær eru svartar í endann.

Fergin

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Elftingar (Equisetopsida)
Ættbálkur: Elftingarbálkur (Equisetales)
Ætt: Elftingarætt (Equisetaceae)
Ættkvísl: Elftingar (Equisetum)
Undirættkvísl: Equisetum subg. Equisetum
Tegund:
Fergin

Tvínefni
Equisetum fluviatile
L.

Fergin fjölgar sér bæði með renglum og gróum. Gróin þroskast í enda stilksins. Fergin er algengt um nær allt tempraðabelti norðurhvels; um alla Evrasíu suður til Spánar, í norðurhluta Ítalíu, Kákasusfjöllum, Kína, Kóreu og Japan í Asíu. Í Norður-Ameríku er hún heimakomin frá AleuteyjumNýfundnalandi, suður til Oregon, Idaho, norðvesturhluta Montana, norðaustur Wyoming, Vestur-Virginíu og Virginíu.

Nýting

breyta

Carolus Linnaeus getur þess að hreindýr, sem alla jafna fúlsa við venjulegu grasheyi, éti fergin af bestu lyst. Fergin hafi einnig verið slegið sem fóður fyrir kýr í norður-Svíþjóð en að hross sneiði hjá því.

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.