Rengla er jarðlægur eða hulinn sproti sem vex út frá stofni eða jarðstöngli plöntu. Við endann á renglunni myndast ný jurt úr knúppi. Dæmi um jurtir sem fjölga sér með renglum eru jarðarber og kartöflur.