Ensími (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Ensími er íslensk rokkhljómsveit úr Hafnarfirði sem var stofnuð árið 1996. Upphafsmenn og stofnendur voru Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson en þeir voru áður í hljómsveitinni Jet Black Joe. Ensími hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1999, annars vegar fyrir lag ársins í flokki popp/rokk (Atari af Kafbátamúsík) og hins vegar sem bjartasta vonin[1][2]. Árið 2003 stóð Ensími uppi sem sigurvegari í tónlistarspurningaþættinum Popppunkti[3].

Ensími
UppruniHafnarfjörður, Íslandi
Ár1996–í dag
StefnurRokk
ÚtgefandiDennis/Skífan
HITT/ Edda
MeðlimirHrafn Thoroddsen
Jón Örn Arnarson
Franz Gunnarsson
Guðni Finnsson
Þorbjörn Sigurðsson
Arnar Þór Gíslason
Fyrri meðlimirJón Örn Arnarson
Oddný Sturludóttir
Kristinn Gunnar Blöndal

Sveitin hefur gefið út plötur á íslensku og ensku. Ensími spilar melódískt rokk sem blandað er hljómborðum og rafrænum hljóðum.

Árið 2024 kom út platan Fuel to Escape eftir 9 ára hlé frá síðustu útgáfu sveitarinnar.

Meðlimir breyta

Núverandi breyta

Fyrrverandi breyta

Árið 2002, haustið fyrir tónlistarhátiðina Iceland Airwaves bættist Kristinn Gunnar Blöndal hjómborðsleikari og söngvari við hljómsveitina. Kristinn hefur spilað með hljómsveitum eins og Botnleðju, Sisona, Ó. Jónsson & Grjóni, Emmet, Múldýrinu og ensku hljómsveitinni Starlover[4]. Eftir að hljómsveitin fór í farsæla ferð til Texas í Bandaríkjunum árið 2003 að spila á virtu tónlistarhátiðinni South by Southwest (SXSW) sagði trymbillinn Jón Örn Arnarson skilið við sveitina. Í hans stað kom Arnar Gíslason sem hafði getið sér orðs með sveitum eins og Stolíu, Súrefni, Bang Gang og Dr. Spock [5].

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta

  • Kafbátamúsík (1998)
  • BMX (1999)
  • Ensími (2002)
  • Gæludýr (2010)
  • Herðubreið (2015)
  • Fuel to Escape (2024)

Smáskífur breyta

  • Tvær verur (2019)
  • Hold hands (2022)

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. https://glatkistan.com/2015/01/19/islensku_tonlistarverdlaunin_tonlistarvidburdur/
  2. https://www.ismus.is/tonlist/hopar/92/
  3. https://timarit.is/page/3711158#page/n29/mode/2up
  4. https://www.mbl.is/folk/frettir/2003/07/12/ensimi_komin_i_fluggir_nytt_blod_nyr_kafli/?sign=8
  5. https://www.mbl.is/folk/frettir/2003/07/12/ensimi_komin_i_fluggir_nytt_blod_nyr_kafli/?sign=8