Jet Black Joe

íslensk hljómsveit

Jet Black Joe er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1992. Meðlimir hljómsveitarinnar eru:

  • Páll Rósinkranz, söngur
  • Gunnar Bjarni Ragnarson, gítar
  • Starri Sigurðarson, bassi
  • Hrafn Thoroddsen, hljómborð
  • Jón Örn Arnarson, trommur

Sveitin varð strax mjög vinsæl og eignaðist sterkan aðdáendahóp. Jet Black Joe fékk góðar móttökur víða um Evrópu og fengu bæði plötusamninga og spiluðu víðsvegar um Evrópu. Páll Rósinkranz var tilnefndur sem söngvari ársins þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt fyrir árið 1992. Árið 1996 lagði hljómsveitin upp laupana í framhaldi af því að Páll Rósinkranz frelsaðist og sneri sér frá þeim lífsstíl sem hafði einkennt Jet Black Joe. Páll Rósinkranz frelsaðist og hætti í Jet Black Joe meðan tilboð hlóðust inn frá erlendum plötufyrirtækjum, þar á meðal One Little Indian UK og Pioner rec Japan. Lokatónleikar sveitarinnar voru haldnir í Austin, Texas. Í framhaldi af upplausn Jet Black Joe stofnuðu Hrafn Thoroddsen og Jón Örn Arnarson hljómsveitina Ensími sem er ennþá starfandi.

Í framhaldi af upplausn Jet Black Joe stofnaði Gunnar Bjarni gítarleikari og helsti lagasmiður Jet Black Joe hljómsveitirnar Jetz, M-Poppins, F.R.O.G og Sjaldgæfa fugla (lög við ljóð Einars Más Guðmundssonar). Gunnar Bjarni starfaði frá 2000-2005 á Manhattan í New York með hljómsveit sinni F.R.O.G (Free Range Overground).Þar unnu Gunnar Bjarni og söngkonan Karo með mönnum eins og Ron Saint Germain (Sonic Youth, Soundgarden, 311, Creed), og Jeff Tomei (Smashing Pumpkins-Siamese dream) og Daniel Wise (Scissors Sisters). Nýjasta verkefni Gunnars Bjarna 2011 er MC289 .

Endurkoma

breyta

Sumarið 2001 komu Gunnar Bjarni Ragnarsson og Páll Rósinkrans fram á Eldborgarhátíðinni undir nafni Jet Black Joe. Í framhaldi náði hljómsveitin aftur miklum vinsældum, bæði hjá gömlum aðdáendum og nýrri kynslóð sem uppgvötaði rokktónlist Jet Black Joe. Sveitin hélt áfram að spila opinberlega og gaf í framhaldinu út tvær plötur: Greatest Hits og Full Circle, sem innihélt glæný lög.

Útgefin verk

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.