Oddný Sturludóttir
íslensk stjórnmálakona
Oddný Sturludóttir (fædd 12. ágúst 1976) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar á árunum 2006-2014, fyrst sem varaborgarfulltrúi[1] en varð borgarfulltrúi þegar Stefán Jón Hafstein fór í leyfi[2]. og var formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar[3]. Áður átti hún feril í listum en hún var meðlimur hljómsveitarinnar Ensími þar sem hún lék á hljómborð og söng. Hún er einn höfunda bókarinnar Dís sem gerð var kvikmynd eftir. Hún var einn handritshöfunda gamanþáttanna Stelpurnar.
Heimildir
breyta- ↑ „Reykjavík 2006“. kosningasaga. 22. maí 2011. Sótt 16. apríl 2021.
- ↑ „Stefán Jón í leyfi frá borginni“. www.mbl.is. Sótt 16. apríl 2021.
- ↑ „Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs - Vísir“. visir.is. Sótt 16. apríl 2021.