Oddný Sturludóttir

íslensk stjórnmálakona

Oddný Sturludóttir (fædd 12. ágúst 1976) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar á árunum 2006-2014, fyrst sem varaborgarfulltrúi[1] en varð borgarfulltrúi þegar Stefán Jón Hafstein fór í leyfi[2]. og var formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar[3]. Áður átti hún feril í listum en hún var meðlimur hljómsveitarinnar Ensími þar sem hún lék á hljómborð og söng. Hún er einn höfunda bókarinnar Dís sem gerð var kvikmynd eftir. Hún var einn handritshöfunda gamanþáttanna Stelpurnar.

Heimildir breyta

  1. „Reykjavík 2006“. kosningasaga. 22. maí 2011. Sótt 16. apríl 2021.
  2. „Stefán Jón í leyfi frá borginni“. www.mbl.is. Sótt 16. apríl 2021.
  3. „Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs - Vísir“. visir.is. Sótt 16. apríl 2021.