Betri samgöngur er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Fyrirtækið var stofnað 2. október, 2020 með það hlutverk að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða í samræmi við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og fjárfestingar í samgönguframkvæmdum til fimmtán ára. Stjórnarformaður félagsins er Árni M. Mathiesen, frv. fjármálaráðherra og framkvæmdastjóri er Davíð Þorláksson. [1][2]

Tilvísanir breyta

  1. Daðason, Kolbeinn Tumi. „Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika - Vísir“. visir.is. Sótt 6. nóvember 2021.
  2. „Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum“. Kjarninn. 5. janúar 2021. Sótt 6. nóvember 2021.