Þjóðmál
Þjóðmál er íslenskt tímarit, stofnað 2005, sem fjallar fyrst og fremst um stjórnmál. Ritstjóri er Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og útgefandi. Margir greinahöfundar eru núverandi eða fyrrverandi meðlimir Sjálfstæðisflokksins. Ritstjórnarstefnu tímaritsins lýsir ritstjóri með orðunum „frelsi og hæfilegt íhald“ sem gæti kallast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins þótt það sé ekki einhlítt. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári, í því er að finna samansafn greina frá fjölbreyttum hópi höfunda. Meðal þeirra má nefna:
- Jónas H. Haralz
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Björn Bjarnason
- Atli Harðarson
- Þór Whitehead
- Þorsteinn Pálsson
Fjölmargar umtalaðar greinar hafa birst í Þjóðmálum sem spanna allt frá sagnfræði til greiningar á fjölmiðlum. Hafa margar vakið athygli og hlotið umfjöllun víða. Oft er tekið á málum á gagnrýninn hátt og telja margir að það sé einn af helstu kostum tímaritsins hvað mörg ný sjónarhorn á dægurmálin er þar að finna, sem ekki falla að þeirri mynd sem birtist okkur í hefðbundnum fjölmiðlum.
Gagnrýnendur ritstjórnarstefnu Þjóðmála finna tímaritinu það helst til foráttu að upphefja ýmsa Sjálfstæðismenn og fjalla ómaklega um vinstrimenn á Íslandi bæði fyrr og síðar. Sérstaklega hefur Össur Skarphéðinsson lagt sig fram við að gera lítið úr efnistökum tímaritsins á heimasíðu sinni [1].
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- VefÞjóðviljinn - hér er hægt að panta áskrift Geymt 20 júlí 2007 í Wayback Machine