Askar Capital var fjárfestingabanki sem lagði áherslu á sérhæfðar fjárfestingar (alternative investments) á nýmörkuðum. Bankinn veitti fagfjárfestum fjármálaþjónustu á sviði eignastýringar, fasteignafjárfestingarráðgjafar og áhættu- og fjármögnunarráðgjafar. Askur Capital hóf starfsemi sína í byrjun árs 2007. [1]

Höfuðstöðvar bankans voru í Reykjavík en aðrar skrifstofur bankans og dótturfélaga hans á Indlandi, Lúxemborg, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Forstjóri bankans til ársins 2008 var dr. Tryggvi Þór Herbertsson prófessor áður forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Meðal kjölfjárfesta í bankanum var fyrirtækið Milestone í eigu Karls Wernerssonar og Steingríms Wernerssonar.

Yfirsýn forstjóra Askar Capital breyta

Sama ár og bankinn var stofnaður gagnrýndi Tryggvi Þór Herbertsson lífeyrissjóðina á hádegisverðafundi um fjárfestingar lífeyrissjóða, og sagði að ef þeir ætluðu að fara taka upp siðferðislegar viðmiðanir við val á fjárfestingakostum gætu góðir fjárfestingakostir verið sniðgengnir:

„Það á tvímálalaust að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfa eftir lögum og reglum ef þau eru góðir fjárfestingarkostir, sama hvort þau framleiða vopn, tóbak eða barnableyjur“. [2]

Í janúar 2008, þegar álitið var að efnahagsvandinn væri bankabóla, þ.e. að fjármálafyrirtækin skiptu mestu máli í heiminum við sköpun verðmæta og að skilvirkari nýting fjármuna gæti ein knúið áfram aukinn hagvöxt, sagði Tryggvi í viðtali við Fréttablaðið að vantraustið væri algjört á Markaðnum:

„Allir trúa því að mótaðilinn hafi Svarta Pétur á hendi og það verður ekki fyrr en uppgjör og afskriftir ársins líta dagsins ljós sem menn fara að slaka á og þá fyrst mun lausafé aukast á ný og fjármálakerfið leita í eðlilegra horf.“ [3]

Sama mánuð kom fram að Askar Capital þyrfti að afskrifa 800 hundruð miljónir króna vegna bandarískra skuldabréfavafninga og annað eins gæti bæst við. [4] Í febrúar sama ár í pallborði á Viðskiptaþingi þar sem rætt var um hvort krónan væri byrði eða blórabögull, sagði Tryggvi að vandinn við fjármálakerið og hið opinbera væri að hvorirtveggja hefðu verið á fylleríi. [5]


Tilvísanir breyta

  1. Með skrifstofur í fimm löndum; grein í Fréttablaðinu 2006
  2. Eiga ekki að horfa til siðferðislegra sjónarmiða; grein í Fréttablaðinu 2007
  3. Ranghugmyndin um bankabólu og hagvöxt; grein í Fréttablaðinu 2008
  4. Fréttir vikunnar; grein í Fréttablaðinu 2008
  5. Bankarnir þurfa aðgang að evru; grein í Fréttablaðinu 2008

Tenglar breyta

   Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.