Radíusbræður var sviðsnafn Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns Magnússonar, þegar þeir tróðu saman upp með framsæknu gríni á fyrri hluta tíunda áratugarins. Radíusbræður komu fyrst fram með útvarpsþáttinn Radíus á Aðalstöðinni. Síðar áttu þeir þátt í gerð sjónvarpsþáttanna Limbó í leikstjórn Óskars Jónassonar. Þeir þættir urðu skammlífir en RÚV hætti framleiðslu þeirra eftir tvo þætti. Síðar voru þeir með eigin þætti og stutt atriði í Dagsljósi til 1995. Árið 1995 gerðu þeir þættina Radíus, 12 þátta sketsaröð með þeim tveim.

Tenglar breyta

   Þessi leikaragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.