Radíusbræður
Radíusbræður var sviðsnafn Davíðs Þórs Jónssonar og Steins Ármanns Magnússonar, þegar þeir tróðu saman upp með framsæknu gríni á fyrri hluta tíunda áratugarins. Radíusbræður komu fyrst fram með útvarpsþáttinn Radíus á Aðalstöðinni. Síðar áttu þeir þátt í gerð sjónvarpsþáttanna Limbó í leikstjórn Óskars Jónassonar. Þeir þættir urðu skammlífir en RÚV hætti framleiðslu þeirra eftir tvo þætti. Síðar voru þeir með eigin þætti og stutt atriði í Dagsljósi til 1995. Árið 1995 gerðu þeir þættina Radíus, 12 þátta sketsaröð með þeim tveim.