Dairy Queen
Dairy Queen er bandarísk ísbúða og skyndibitakeðja sem að hefur verið starfandi frá árinu 1940. Höfuðsstöðvar fyrirtækisins eru í Bloomington í Minnesota en fyrsta útibú keðjunnar var í Illinois. Árið 2024 eru yfir 6 þúsund útibú starfandi í 19 löndum.[1] Dairy Queen var starfandi á Íslandi frá 1954 til 2001.[2]
Dairy Queen á Íslandi
breytaDairy Queen opnaði í Reykjavík þann 3. júní árið 1954 af Þorvarði Árnasyni sem að var svo hrifinn af Dairy Queen er hann fór í ferð til Bandaríkjanna að hann ákvað að opna keðjuna á Íslandi. Ísland varð þar með fyrsta landið í Evrópu til þess að fá Dairy Queen. Opnaðar voru tvær Dairy Queen ísbúðir á Íslandi, ein á Ingólfstorgi og hin á Hjarðarhaga 47.[3] Ísbúðin á Hjarðarhaga lokaði um haustið 2000 og ísbúðin á Ingólfstorgi lokaði í janúar 2001. Ástæðan var vegna þess að eigandi Dairy Queen, Sigurður Garðarsson vildi frekar snúa sér að pylsusölu.[4] Þá sagði hann að Dairy Queen myndi snúa aftur á Íslandi um sumarið með öðrum eigendum, en svo gerðist ekki.
Í apríl 2015 tilkynnti Dairy Queen að þau ætluðu að opna aftur keðjuna á Íslandi.[5] Ekkert frekar fréttist um það.
Tilvitnanir
breyta- ↑ „Dairy Queen“, Wikipedia (enska), 3. ágúst 2024, sótt 5. ágúst 2024
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 5. ágúst 2024.
- ↑ „Dairy Queen - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 5. ágúst 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 5. ágúst 2024.
- ↑ „Dairy Queen horfir til Íslands“. www.vb.is. Sótt 5. ágúst 2024.