Kopar
Kopar (eða eir) er frumefni með efnatáknið Cu og sætistöluna 29 í lotukerfinu.
Nikkel | Kopar | Sink | |||||||||||||||||||||||
Silfur | |||||||||||||||||||||||||
|
Almennir eiginleikar
breytaKopar er rauðleitur málmur með mikla raf- og varmaleiðni (af hreinum málmum við stofuhita hefur einungis silfur meiri rafleiðni). Kopar er að líkindum sá málmur sem mannkynið hefur lengst haft í notkun. Fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar sem taldir eru vera frá um 8700 f.Kr. Kopar finnst í margvíslegu málmgrýti, en einnig sums staðar í hreinu formi.
Á tímum Forn-Grikkja var málmurinn þekktur undir nafninu khalkos. Á tíma Rómverja varð hann svo þekktur sem aes Cyprium (aes er almennt latneskt orð yfir koparmálmblöndur eins og brons og aðra málma og mikið af kopar var unnið úr námum á Kýpur). Heitið var einfaldað yfir í cuprum og þaðan, með breytingum, yfir í íslenska orðið kopar.
Notkun
breytaKopar er þjáll og sveigjanlegur og er notaður mikið í vörur eins og:
- Koparvír.
- Pípulagnir úr kopar.
- Hurðarhúna og aðra húsmuni.
- Styttur: Í Frelsisstyttunni eru til dæmis 81,3 tonn af kopar.
- Rafsegulstál.
- Hreyfla, þá sérstaklega rafmagnshreyfla.
- Gufuvélar.
- rafliða, safnteina og rofa.
- Rafeindalampa, bakskautslampa, og örbylgjuvaka í örbylgjuofnum.
- Bylgjuleiðara fyrir örbylgjur.
- Samrásum, en í þeim hefur færst í vöxt að áli sé skipt út fyrir kopar sökum betri leiðni kopars.
- Mynt. Íslensku 5 og 10 krónu myntirnar eru 0,2% kopar.
- Eldunarvörur eins og steikarpönnur.
- Flestan borðbúnað (hnífar, gafflar og skeiðar innihalda kopar (nikkelsilfur)).
- Sterlingsilfur, ef það á að notast í borðbúnað, verður það að innihalda nokkur prósent af kopar.
- Leirglerung og til að lita gler.
- Hljóðfæri, þá sérstaklega látúnshljóðfæri.