Christian Wörns
Christian Wörns (fæddur 10. maí 1972) er fyrrverandi knattspyrnumaður frá Þýskalandi og lék alls 66 landsleiki með landsliðinu. Hann varð þýskur meistari með Borussia Dortmund og bikarmeistari með Bayer Leverkusen.
Æviágrip
breytaChristian Werner Wörns fæddist 10. maí 1972 í Mannheim. Hann byrjaði að spila knattspyrnu átta ára gamall með Phönix Mannheim en fór yfir i Waldhof Mannheim 1985, þar sem hann spilaði með unglingaliðinu. Wörns var varnarmaður á unga aldri og hélt þeirri stöðu með öllum þeim félögum sem hann átti eftir að spila með. Tveimur árum seinna, 1987, komst hann í aðalliðið og var þá aðeins 17 ára og 4 mánaða gamall. Hann er því fjórði yngsti leikmaður Bundesligunnar í sögunni. Árið 1991 var Wörns seldur til Bayer 04 Leverkusen og spilaði þar í sjö ár. Árið 1992 var hann kallaður í þýska landsliðið og lék sinn fyrsta leik gegn Tékkum í Prag. Alls lék Wörns 66 landsleiki á ferli sínum og var fyrirliði í sjö skipti. Ári síðar, 1993, varð hann bikarmeistari með félaginu. 1998 ákvað hann að reyna fyrir sér í útlöndum og fór til Paris St. Germain í Frakklandi. Þar líkaði honum ekki vel og lék með félaginu aðeins í 1 ár. 1999 gerði hann samning við Borussia Dortmund. Með því félagi varð hann þýskur meistari 2002. Árið 2008 komst hann með félaginu aftur í úrslitaleik bikarkeppninnar en tapaði fyrir Bayern München. Árið 2009 var samningur hans við Dortmund ekki framlengdur og ákvað Wörns þá að leggja skóna á hilluna. Um haustið það ár hóf hann feril sinn sem þjálfari hjá unglingaliðinu Hombrucher SV.
Félög sem Wörns spilaði með
breytaÁr | Félag | Leikir | Mörk |
---|---|---|---|
1989-1991 | SV Waldhof Mannheim | 52 | 2 |
1991-1998 | Bayer 04 Leverkusen | 211 | 13 |
1998-1999 | Paris St. Germain | 28 | 2 |
1999-2008 | Borussia Dortmund | 240 | 14 |
Stórmót sem Wörns tók þátt í
breytaMót | Staður | Árangur |
---|---|---|
EM 1992 | Svíþjóð | Úrslit (0-2 tap fyrir Dönum) |
HM 1998 | Frakkland | Fjórðungsúrslit |
EM 2004 | Portúgal | Komst ekki upp úr riðli |
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Christian Wörns“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.