Burn Notice (4. þáttaröð)

Fjórða þáttaröðin af Burn Notice var frumsýnd 3. júní 2010 og sýndir voru 18 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Friends and Enemies Matt Nix Tim Matheson 03.06.2010 1 - 45
Michael kynnist Vaughn sem biður um aðstoð Michaels til að finna fólkið sem var á bakvið frelsunina á Simoni. Á sama tíma þarf Michael að aðstoða Fi og Sam sem eru í vandræðum með hættuleg móturhjólasamtök eftir að hafa hjálpað ungum lögfræðingi og skjólstæðingi hans. Þátturinn endar með því að Michael brennir óvart gagnnjósnarann Jesse Porter.
Fast Friends Rashad Raisani Dennie Gordon 10.06.2010 2 - 46
Michael reynir að finna Jesse Porter, gagnnjósnarann sem hann brenndi. Jesse hefur sjálfur upp á Michael og biður hann um aðstoð með eiturlyfjasmyglara sem heldur að Jesse hafi stolið peningum af honum. Þátturinn endar með því að Jesse gerist meðlimur liðsins.
Made Man Alfredo Barrios, Jr. Jeffrey Donovan 17.06.2010 3 - 47
Michael aðstoðar hafnarstarfsmann sem á í vandræðum með mafíuna. Á sama tíma reynir liðið að finna upplýsingar um skipaflutning sem gæti aðstoða Jesse í leit sinni að þeim sem brenndu hann.
Breach of Faith Ben Watkins Jeremiah Chechik 24.06.2010 4 - 48
Fiona og Jesse reyna að finna upplýsingar um vopnasmyglara en á sama tíma þá lenda Sam og Michael í gíslatöku eftir að þeir reyna að hjálpa Josh Wagner vini Sams.
Neighborhood Watch Michael Horowitz Kevin Bray 01.07.2010 5 - 49
Michael aðstoðar lækni á heilsugæslastöð sem á í vandræðum með eiturlyfjasala. Á sama tíma þá dregst hann inn í hættulegan leik við leigumorðingjann Kendru.
Entry Point Craig O´Neill Jeffrey Hunt 15.07.2010 6 – 50
Sam og Jesse yfirheyra Kendru til að fá upplýsingar um þá sem réðu hana. Á sama tíma þá reyna Michael og Fiona að finna fornmuna þjóf sem ætlar að stela verðmætum hníf.
Past & Future Tense Jason Tracey Jeremiah Chechik 22.07.2010 7 - 51
Fiona og Jesse reyna að ná sambandi við Marv, fyrrverandi yfirmann Jesse. Á sama tíma þá reyna Michael og Sam að koma í veg fyrir að gamall njósnari að nafninu Paul Anderson sé ekki drepinn af rússneskri sérsveit.
Where There´s Smoke Lisa Joy Kevin Bray 39.07.2010 8 - 52
Fionu er rænt ásamt eiginkonu ríks viðskipamanns og verða Michael, Sam og Jesse að finna leið til að ná þeim aftur. Á sama tíma þá ákveða Michael og Jesse að ræna bankahólf sem inniheldur biblíu með dulmáli, við frekari skoðun kemur í ljós að eigandi biblíunnar er Simon Escher.
Center of the Storm Ryan Johnson og Peter Lalayanis Colin Bucksey 05.08.2010 9 - 53
Michael er beðinn um að finna vitni fyrir Alríkislögregluna en vitnið lét sig hverfa eftir skotárás. Á sama tíma þá nær hann að sannfæra Vaughn um að fá að hitta Simon.
Hard Time Alfredo Barrios, Jr. Dennie Gordon 12.08.2010 10 - 54
Michael aðstoðar Juan, gamlan vin Sam sem er í fangelsi og á í vandamáli með fangelsisklíku. Á sama tíma þá fær Michael að hitta Simon, sem samþykkir að hjálpa honum ef hann grefur upp leyndarmál Simons sem staðsett eru í gömlum kirkjugarði.
Blind Spot Michael Horowitz Michael Smith 19.08.2010 11 - 55
Sam og Fiona aðstoða ekkju eftir að svikahrappur svindlaði á henni. Á sama tíma þá reyna Michael og Jesse að fá John Barrett, manninn á bakvið bankaránið til að koma til Miami og hitta þá. Í lok þáttarins þá kemst Jesse að því að Michael var sá sem brenndi hann.
Guilty as Charged Matt Nix Jeremiah Chechik 26.08.2010 12 - 56
Michael aðstoðar lögfræðinginn Adam Scott en dóttir hans var rænt af einum af skjólstæðingum hans. Á sama tíma þá reynir Michael að fá fund með Barrett og Fiona reynir að finna Jesse svo hann geti aðstoðað Michael.
Eyes Open Jason Tracey Dennie Gordon 11.11.2010 13 - 57
Michael vaknar upp á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn af Jesse og kemst að því að Barrett er dáinn. Á sama tíma þá uppgötvar hann að Adam Scott hafi ráðið sprengjumann til þess að drepa alla ræningjana og samstarfsmenn þeirra.
Hot Property Rashad Raisani Jonathan Frakes 18.11.2010 14 - 58
Michael verður að aðstoða óvin sinn Natalie í því að stela efnavopni frá venesúelsku mafíunni. Á sama tíma þá reynir liðið að hafa upp á Justin Walsh, sem ætlar að halda uppboð á listanum yfir þá sem brenndu Michael.
Brotherly Love Ben Watkins Terry Miller 02.12.2010 15 – 53
Michael aðstoðar bróður sinn Nate í að finna stolinn bíl sem er fullur af heróíni fyrir vini Nates. Á sama tíma þá reyna Jesse og Sam að finna leið til þess að ræna listanum af Walsh.
Dead or Alive Lisa Joy Peter Markle 09.12.2010 16 - 60
Michael ákveður að láta listann í hendurnar á yfirvöldum gegnum Marv. Á sama tíma þá reynir Sam að aðstoða eiginkonu lögreglumanns sem er týndur.
Out of the Fire Craig O´Neill Marc Roskin 16.12.2010 17 - 61
Michael þarf að aðstoða Tyler Brennen og Larry Sizemore við að útrýma þeim sem eru á listanum, eftir að Brennen stal listanum af þeim gegnum Marv. Þarf Michael að finna leið til þess að ná listanum aftur áður en Vaughn kemst að því að hann er með listann.
Last Stand Matt Nix Stephen Surjik 16.12.2010 18 - 62
Eftir að hafa náð listanum aftur þá reynir Michael að finna áætlun sem geti hjálpað honum í að lifa af komandi stríð við Vaughn. Sam og Madeline reyna að sannfæra stjórnmálamanninn Crowley um að aðstoða þau, á meðan Michael, Fiona og Jesse reyna að lifa af umsátur Vaughns. Þátturinn endar á því að Michael er skilinn eftir við opinbera byggingu í Washington þar sem ónefndur maður heilsar honum.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta