Jay Karnes
Jay Karnes (fæddur 27. júní 1963) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Shield, Sons of Anarchy og Burn Notice.
Jay Karnes | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | 27. júní 1963 |
Ár virkur | 1998 - |
Helstu hlutverk | |
Rannsóknarfulltrúinn Holland Wagenbach í The Shield Joshua Kohn í Sons of Anarchy Tyler Brennen í Burn Notice |
Einkalíf
breytaKarnes fæddist í Omaha, Nebraska og stundaði nám í leiklist, sögu og stjórnmálafræði við Háskólann í Kansas.[1]
Jay er giftur leikkonunni Juliu Campbell og saman eiga þau tvö börn.
Ferill
breytaLeikhús
breytaKarnes hefur komið fram í leikritum á borð við The Tempest, Richard II, Macbeth og Arcadia. Hann var meðlimur The Oregon Shakespeare Festival þar sem hann kom fram í The Seagull, Dangerous Corner og The Tavern. Karnes lék einnig með Matrix Theater Company í Los Angesles, California Shakespeare Festival, South Coast Repertory Theater og Missouri Repertory Theatre.[2]
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Karnes var árið 1998 í The Pretender. Hefur hann síðan þá komið fram í þáttum á borð við Chicago Hope, The Strip, Ally McBeal, Frasier, Numb3rs, House og CSI: Miami.
Karnes hefur leikið stór gestahlutverk í Sons of Anarchy sem Joshua Kohn, í Burn Notice sem Tyler Brennen og í V sem Chris Bolling.
Á árunum 2002 – 2008 lék hann rannsóknarfulltrúann Holland Wagenbach í The Shield.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Karnes var árið 1999 í The Joyriders. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Broken Angels, Chasing 3000 og Setup.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | The Joyriders | Donald Trout | |
2000 | The Nex Best Thing | Lögmaður Kevins | |
2008 | Broken Angel | Michael Levy | |
2009 | Donkey Punch | William | |
2010 | Chasing 3000 | Eldri Roger | |
2010 | Leonie | Dr. Rumely | |
2010 | Setup | Russell | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | The Pretender | Brad Anderson | Þáttur: Collateral Damage |
1998 | From the Earth to the Moon | Rannsóknarmaður | ónefndir þættir |
1998 | Chicago Hope | David Ross | Þáttur: Physician, Heal Thyself |
1999 | Star Trek: Voyager | Liðþjálfinn Ducane | Þáttur: Relativity |
1999 | Pensacola: Wings of Gold | Jonah Stoddard | Þáttur: Tattoo |
1999 | The Strip | Jerome Parker | Þáttur: Even Better Than the Real Thing |
2000 | Ally McBeal | Simon Prune | Þáttur: Boy Next Door |
2000 | Nash Bridges | Mark Torry | Þáttur: Hard Cell |
2001 | Frasier | Skrifstofumaður | Þáttur: Bully for Martin |
2004 | Cold Case | Artie Russo | Þáttur: It´s Raining Men |
1999-2005 | Judging Amy | ASA Ron Russell / Dr. McGrath | 3 þættir |
2005 | Numb3rs | Martin Rausch | Þáttur: Bettor or Worse |
2008 | Sons of Anarchy | ATA fulltrúinn Joshua Kohn | 7 þættir |
2002-2008 | The Shield | Rannsóknarfulltrúinn | 89 þættir |
2009 | House | Nick Greenwald | Þáttur: The Social Contract |
2010 | Brothers & Sisters | Roy Scovell | 4 þættir |
2010 | Law & Order: Los Angeles | Jim Roman | Þáttur: Echo Park |
2009-2010 | Burn Notice | Tyler Brennen | 4 þættir |
2011 | V | Chris Bollling | 4 þættir |
2008-2011 | CSI: Crime Scene Investigation | Innraeftirlitsfulltrúinn Schults / Innraeftirlitsfulltrúinn Wagenbach | 2 þættir |
2011 | The Glades | ónefnt hlutverk | Þáttur: Dirty Little Secrets |
2011 | The Protector | James | Þáttur: Revisions |
2011 | Body of Proof | Martin Loeb | Þáttur: Hunting Party |
2011 | CSI: Miami | Andrew Nolan | Þáttur: Long Gone |
2011 | Hide | Charlie Marvin | Sjónvarpsmynd |
2012 | Criminal Minds | Hamilton Bartholomew | Þáttur: Unknown Subject |
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jay Karnes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. maí 2012.
- Jay Karnes á IMDb