Bruce Campbell
Bruce Campbell (fæddur Bruce Lorne Campbell, 22. júní 1958) er bandarískur leikari, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Evil Dead, Evil Dead II, Army of Darkness og Burn Notice.
Bruce Campbell | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Bruce Lorne Campbell 22. júní 1958 |
Ár virkur | 1972 - |
Helstu hlutverk | |
Ashley „Ash“ J. Williams í Evil Dead, Evil Dead II og Army of Darkness Sam Axe í Burn Notice |
Einkalíf
breytaCampbell er fæddur og uppalinn í Royal Oak, Michigan og er af skoskum ættum. Kynntist leikstjóranum Sam Raimi í menntaskóla og saman bjuggu þeir til stuttmyndir sem voru grunnurinn að Evil Dead myndunum. Hann stundaði nám við Western Michigan-háskólann á meðan hann var að koma sér áfram sem leikari.[1]
Campbell hefur verið giftur tvisvar sinnum: Christine Deveau frá 1983-1989 og saman eiga þau tvö börn. Hefur síðan 1991 verið giftur Ida Gearon.
Campbell hefur verið gestafyrirlesari við Northwestern-háskólann, Stanford-háskólann og Carnegie Mellon-háskólann þar sem hann lýsir upplifun sinni innan kvikmyndaiðnaðarins.[2]
Rithöfundur
breytaCampbell skrifaði og gaf út ævisögu sína árið 2002 sem heitir If Chins Could Kill: Confessions of a B Movie Actor. Hefur hann einnig skrifað bókina Make Love! The Bruce Campbell Way þar sem hann er í aðalhlutverki og gerir grín af sjálfum sér og ferli sínum.
Campbell hefur einnig skrifað tvær teiknimyndasögur: Man with the Screaming Brian og The Hire.[3]
Ferill
breytaLeikstjóri
breytaCampbell hefur leikstýrt þáttum og kvikmyndum á borð við Xena: Warrior Princess 2, Fanalysis og My Name is Bruce.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Campbell var árið 1987 í Knots Landing. Árið 1993 þá var honum boðið hlutverk í The Adventures of Brisco County Jr. sem Brisco County Jr., sem hann lék til ársins 1994. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The X-Files Charmed, Megas XLR, The Replacements og Xena: Warrior Princess.
Campbell lék fyrrverandi Navy Seal sérsveitarmanninn Sam Axe í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þætttinum.[4] Auk þess lék hann í sjónvarpsmyndinni Burn Notice: The Fall of Sam Axe sem var leikstýrð af samleikara hans Jeffrey Donovan.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Campbells var árið 1972 í Oedipus Rex. Árið 1981 gerði hann myndina The Evil Dead þar sem hann lék aðalpersónuna Ash Williams og æskuvinur hans Sam Raimi leikstýrði. Saman gerðu þeir tvær myndir til viðbótar byggt á persónu Campbells, Evil Dead II og Army of Darkness. Gerðar hafa verið fimm teiknimyndasögur byggðar á Ash Williams í seríunni Marvel Zombies vs. Army of Darkness.
Campbell hefur leikið smá hlutverk í kvikmyndum sem eru leikstýrðar af Sam Raimi, þar á meðal Spiderman myndunum.
Hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Moontrap, Escape from L.A., The Majestic, Sky High og Cloudy with a Chance of Meatballs.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1972 | Oedipus Rex | Kreon | |
1977 | It's Murder | Lögreglumaður á hjóli | |
1978 | Within the Woods | Bruce | |
1978 | Shemp Eats the Moon | Shemp Malone | |
1981 | Torro. Torro. Torro! | Lögreglumaður | |
1981 | The Evil Dead | Ashley „Ash“ J. Williams | |
1982 | Cleveland Smith: Bounty Hunter | Cleveland Smith | |
1984 | Going Back | Brice Chapman | |
1985 | Crimewave | Renaldo „The Heel“ | |
1985 | Stryker's War | Myndbands fréttaþulur | óskráður á lista |
1987 | Evil Dead II | Ashley „Ash“ J. Williams | |
1988 | Manica Cop | Jack Forest | |
1989 | Intruder | Lögreglumaðurinn Howard | |
1989 | Moontrap | Ray Tanner | |
1989 | The Dead Next Door | Raimi/Cmdr. Carpenter | Talaði inn á / óskráður á lista |
1990 | Sundown: The Vampire in Retreat | Van Helsing | |
1990 | Maniac Cop 2 | Jack Forrest | |
1990 | Darkman | Final Shemp | |
1991 | Lunatics: A Love Story | Ray | |
1992 | Waxowork II: Lost in Time | John Loftmore | |
1992 | Eddie Presley | Gæslumaður á geðveikrasjúkrahúsi | |
1992 | Mindwarp | Stover | |
1992 | Army of Darkness | Ash | |
1994 | The Hudsucker Proxy | Smitty | |
1995 | The Quick and the Dead | Brúðkaups Shemp | Senum eytt |
1995 | The Demolitionist | Raffle Winner | óskráður á lista |
1995 | Congo | Charles Travis | |
1996 | Escape from L.A. | Landlæknir yfir Beverly Hills | |
1997 | Menno's Mind | Mick Dourif, leiðtogi uppreisnarmanna | |
1997 | Running Time | Carl | |
1997 | McHale's Navy | Virgil | |
1998 | La patinoire | Leikari | |
2000 | Icebreaker | Carl Greig | |
2000 | Timequest | William Roberts | |
2001 | Hubert's Brain | Thompson | Talaði inn á |
2001 | Majestic | Roland, Intrepid könnuðurinn | |
2002 | Spider-Man | Kynnir | |
2002 | Bubba Ho-Tep | Elvis Presley /Sebastian Haff | |
2002 | Serving Sara | Gordon Moore | |
2003 | Intolerable Cruelty | Sápuóperuleikari í sjónvarpi | Óskráður á lista |
2004 | The Ladykillers | Félagþjónustu sstarfsmaður | Óskráður á lista |
2004 | Spider-Man 2 | Snooty Usher | |
2005 | Man with the Screaming Brain | William Cole | |
2005 | Sky High | Þjálfarinn Boomer | |
2006 | The Woods | Joe Fasulo | |
2006 | The Ant Bully | Fugax | Talaði inn á |
2007 | Aqua Teen Hunger Force Colon Movie Film for Theaters | Chicken Bittle | Talaði inn á |
2007 | My Name Is Bruce | Bruce Campbell | |
2007 | Spider-Man 3 | Yfirþjónn | |
2009 | White on Rice | Muramoto | Talaði inn á |
2009 | Cloudy with a Chance of Meatballs | Bæjarstjórinn Shelbourne | Talaði inn á |
2011 | Cars 2 | Rod ´Torque´ Redline | Talaði inn á |
2012 | Tar | Goody | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1987 | Knots Landing | Joel Benson | Þáttur: Say Uncle |
1989 | Generations | Alan Stuart | ónefndir þættir |
1993-1994 | The Adventures of Brisco County Jr. | Brisco County Jr. | 27 þættir |
1995 | Lois & Clark: The New Adventures of Superman | Bill Church Jr. | 3 þættir |
1995 | American Gothic | Lt. Grey | Þáttur: Meet the Beetles |
1996 | Homicide: Life on the Street | Jake Rodzinsky | 2 þættir |
1996 | Tornado! | Jake Thorne | Sjónvarpsmynd |
1996 | Assault on Dome 4 | Alex Windham | Sjónvarpsmynd |
1997 | Missing Links | Ray | Sjónvarpsmynd |
1997 | Weird Science | Gene the Genie | Þáttur: I Dream of Gene |
1997 | In the Line of Duty: Blaze of Glory | Jeff Erickson | Sjónvarpsmynd |
1996-1997 | Ellen | Ed Billik | 7 þættir |
1997 | The Love Bug | Hank Cooper | Sjónvarpsmynd |
1998 | Goldrush: A Real Life Alaskan Adventure | Pierce Thomas „PT“ Madison | Sjónvarpsmynd |
1998 | Timecop | Alríkisfulltrúinn Tommy Maddox | Þáttur: The Future, Jack, the Future |
1999 | The X Files | Wayne Weinsider | Þáttur: Terms of Endearment |
1996-1999 | Xena: Warrior Princess | Autolycus | 8 þættir |
1995-1999 | Hercules: The Legendary Journeys | Autolycus /Rob Tapert | 12 þættir |
2000 | Jack of All Trades | Jack Stiles / Daring Dragoon | 22 þættir |
2001 | Beggars and Choosers | Jack | 2 þættir |
2001 | The Legend of Tarzan | Max Liebling | Þáttur: Tarzan and One Punch Mullargan Talaði inn á |
2002 | Charmed | FBI fulltrúinn Jackman | Þáttur: Witch Way Now? |
2002 | Terminal Invasion | Jack | Sjónvarpsmynd |
2003 | Duck Dodgers | Pork Piggler | Þáttur: K-9 Daddy/Pig of Action |
2003 | My Life as a Teenage Robot | Himcules | Þáttur: Daydream Believer/This Time with Feeling Talaði inn á |
2004 | Megas XLR | Magnaminous | 2 þættir |
2005 | Alien Apocalypse | Ivan | Sjónvarpsmynd |
2006 | Touch the Top of the World | Ed Weihenmayer | Sjónvarpsmynd |
2006 | Super Robot Monkey Team Hyperforce Go! | Kapteinn Shuggazoom | Þáttur: Golden Age |
2006-2009 | The Replacements | Frændinn Phil Mygrave | 5 þættir Talaði inn á |
2011 | Burn Notice: The Fall of Sam Axe | Sam Axe | Sjónvarpsmynd |
2007 – til dags | Burn Notice | Sam Axe | 85 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaAshland Independent Film Festival
- 2007: Rogue-verðlaunin.
Chlotrudis-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem besti leikari fyrir Bubba Ho-Tep.
DVD Exclusive-verðlaunin
- 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðskýringu (audio commentary), bókasafnsútgáfu fyrir The Evil Dead.
Fangoria Chainsaw-verðlaunin
- 2004: Verðlaun sem besti leikari fyrir Bubba Ho-Tep.
Fantasporto-verðlaunin
- 2005: Verðlaun sem besti leikari í ævintýramynd fyrir Bubba Ho-Tep.
Satellite-verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu/míni-seríu eða sjónvarpsmynd fyrir Burn Notice.
U.S. Comedy Arts Festival
- 2003: Verðlaun sem besti leikari fyrir Bubba Ho-Tep.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ævisaga Bruce Campbell á IMDB síðunni
- ↑ „Ferill Bruce Campbell á Burn Notice heimasíðunni á USA Network sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Ferill Bruce Campbell á heimasíðu hans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. apríl 2012. Sótt 7. maí 2012.
- ↑ „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bruce Campbell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. maí 2012.
- Bruce Campbell á IMDb
- Ferill Bruce Campbell á heimasíðu hans Geymt 19 apríl 2012 í Wayback Machine